Úrval - 01.03.1960, Qupperneq 8
,,Nefnd“ er hópur manna, þar sem
hver einstaklingur getur ekkert að-
hafst, en þeir geta komið saman og
ákveðið að ekkert sé hægt að gera.
—O—
„Golíat var geysihár, gildur eftir
vonum," og segir I. Samúelsbók, 17.
kap. að hann hafi verið á hæð „sex
álnir og spönn betur.“ Mælieiningin,
sem hér er kölluð alin, hét ’cubit’,
og virðist hafa verið milli 18 og 21
þumlungur. Getur Golíat því hafa
verið allt frá 9 fetum og 9 þumlung-
um og til 11 feta og 3ja þumlunga.
Islendingar þurfa ekki að láta sér
í augu vaxa stærð Golíats. Einhver
vinsælasta hetja fornsagna, örvar-
Oddur, losaði 12 álnir (norskar),
„segja flestir menn“, og hefur því
verið frílega helmingi hærri en Fil-
isteinn!
„Karlamagnús, keisari dýr“,
(Karl mikli) var 8 fet, og Haraldur
konungur harðráði var jafnhár (5
áinir norskar), og ekki var Halldór
Snorrason frá Hjarðarholti fjarska
hræddur við hann!
x —O—
Við próf I háskólanum vorið 1942
var prófessor Guðbrandur Jónsson
einn þeirra, sem „sat yfir,“ en hóp-
urin var nokkuð fjölmennur, og voru
þar læknaefni og lögfræðinga og guð-
fræðinga og einn úr deild norrænna
fræða. Þegar Guðbrandur leit yfir
prófmennina, varð honum að orði:
„Helvíti er það hastarlegt, að ekki
skuli finnast nema einn heiðarlegur
maður i hópnum."
Sá útvaldi var norrænumaðurinn,
Bjarni Vilhjálmsson, nú kunnur
njaður. Hitt voru, eins og Guðbrand-
ui' sagði til skýringar „verðandi
skúrkar og skelmar."
—O—
— Hvernig var kjóllinn hennar?
— Ja, það var einn af .þessum
kjólum, sem ekki er gott að átta sig
á hvort konan er fyrir utan og er
að reyna, að komast inn, eða fyrir
irnan og er að reyna að komast út.
—O—
Tvítugur kærir sig kollóttan um
það hvað heimurinn segir um hann.
Þrítugur hefur áhyggjur af þvi
hvað heimurinn segir um hann.
Fertugur kemst að raun um að
heimurinn segir ekkert um hann.
—O—
— Jón! Jón! Vaknaðu! veinaði
unga konan. „Eg heyri í þjófum í
eldhúsinu — ég er viss um að þeir
eta allan páskabaksturinn minn.
— Hvað um það, geyspaði bóndinn
hinn rólegasti. Eg vona að þeir deyji
ekki í húsinu.
Lausn á 10. UrvalsJcrossgátu
íUtjuíitínsmit
Ö + ÍROS + + Ö + + KÆLA + F
NÆ+ÍA + VOGAR+RÆ + LL
IÐRA + BERGMAL + SPJO
TR0 + HLIÐ+IÐAN + ROT
JAN + HAG + + + GRÆ + OFT
US + H+ KAR + HAF+S+AA
NT + RR + ROS IR + ÖP + RU
G + TEYG + MÖK+FLAS + A
S+ASKAN + L + KLERK+N
HÖFSAM IR + GRANNANN
A + LIÐAÐ + B + ASTAR + A
T+ALIN+ÆÐI + AUÐN + S’
TÍ+ER + ORILL + RU + ST
AL + G + ERU + LAS+R + KR
LAG + ÖRG + + +GÖU + ORA
AS I + S ILA + D IMM + TAU
G ILD + LAHBANA + SAUM
IÐ+AR + STAÐA + AL + TU
Ð + STÖR + + N + + SPÖA+R
+ SKAÐSEMDARMADUR +