Úrval - 01.03.1960, Qupperneq 11
þeim manni GLEYMI ÉG ALDREI“
TJRVAL
og þekkingu að því er snert-
ir notkun kafbáta á heim-
skautasvæðum . . .“
Það er einkennandi fyrir
Wilkins, að hann framsendi
mér símskeytið með þessari at-
hugasemd:
„Stefánsson. Skakkt heimil-
isfang. Hefði átt að sendast
þér.“
Hið mikla göfuglyndi hans
og ótrúlegt minni, bauð honum
að benda á að fyrir 1}3 árum,
þegar við þrömmuðum eftir
rekísnum, hafði ég látið orð
falla um það, að kafbátur hefði
getað létt okkur erfiðið.
Þegar ég hitti Wilkins í
fyrsta sinn, var hann alvöru-
gefinn 25 ára gamall maður, og
var með í leiðangri, sem átti
árið 1913, undir minni stjórn,
að rannsaka eyjarnar og rek-
ísinn í Beaufort-hafinu. Hann
180 cm. hár, en hreyfði sig svo
einkennilega - fjaðrandi liðugt,
að maður hefði varla gert ráð
fyrir því um svo stóran mann
og sterklegan. Augu hans voru
dökk og hvöss eins og í pardus-
dýri, og þó virtust þau óvenju
blíðleg, en rödd hans var mild
og þýð.
Hann .var mér áður alveg ó-
kunnur, en enska kvikmynda-
félagið Gaumont hafði mælt
með honum sem „heimsins
bezta náttúruljósmyndara." Ári
áður hafði hann vakið á sér
gríðarlega eftirtekt fyrir stríðs-
myndatöku á Balkanskaga, þar
sem hann hafði tekið fyrstu
kvikmyndirnar af raunsönnum
bardögum. Þar áður hafði hann
verið einn hinna fyrstu, sem tók
kvikmyndir úr flugvél (liggj-
andi á öðrum vængnum), úr
loftbelgjum, af járnbrautar-
lestum og mótorhjólum á ofsa-
hraða.
Allt þetta vissi ég þá ekkert
um. Ég vissi aðeins að hann var
fremur hlédrægur, ungur mað-
ur en jafnframt brennandi af
áhuga, og alveg að sálast af ó-
þolinmæði vegna þess hve
starfshættir mínir voru sein-
látir og rólegir.
„Já, mér fellur vel að fara
mér hægt,“ sagði ég dag nokk-
urn þegar hann gaf í skyn, og
barðist við að vera hinn kurteis-
asti, að við myndum afkasta
töluvert meiru ef við ykjum
hraðann.
„Fara hægt,“ blés hann fyr-
irlitlega. „Þá gæti ég eins vel
setið í London og farið mér
hægt.“
Mér varð það brátt ljóst, að
einhver bezti eiginleiki hans,
var hve fljótur hann var að
laga sig eftir aðstæðum. Það
tók hann ekki langan tíma að
venjast rósemi minni. Ef leið-
angurinn átti að fara 25 kíló-
metra dagleið, þá hélt hann
ekki áfram að tala um að við
ættum heldur að reyna að kom-
ast 40 kílómetra. 1 þess stað fór
hann sjálfur að taka sér króka,
og rannsaka allt, sem hin
skörpu augu hans tóku eftir.
Oft leiddi þetta til þess, að eitt-
5