Úrval - 01.03.1960, Page 12

Úrval - 01.03.1960, Page 12
URVAL ,ÞEIM MANNI GLEYMI EG ALDREI' bvað verðmætt fannst, sem hon- um þótti rétt að varðveita. Hann hafði náð í gamla og lúða skræðu um uppstoppun og varðveizlu dýra, og brátt sat hann uppi hálfar næturnar, og stoppaði fugla og dýr með því- líkri leikni, að vel hefði mátt trúa að hann hefði aldrei annað starfað. Ég furðaði mig þá á þoli hans; hann fór oft á fætur klukkan f jögur á morgnana, og vann til miðnættis. Loks komst ég að leyndarmáli hans. Það var blátt áfram takmarkalaus þekk- ingarlöngun, sem rak hann áfram svo að hann unni sér sjaldan hvíldar. Vinnan var hon- um í sjálfu sér hvíld. Hann hélt þessari furðulegu athafnaþrá til hinztu stundar. Veðurbitinn liðþjálfi sagði mér frá því, að þegar Wilkins var sérstakur ráðgjafi Bandaríkja- hers varðandi norðurskauts- svæðið, þá hafi hann oft tekið þátt í heræfingum á snæbreið- um Alaska. En þá var hann kominn yfir sextugt. 1 hvert einasta skifti heyrði liðþjálfinn unga menn spyrja um það, hvort ,,gamli karlinn“ ætlaði í raun og veru með alla leiðina. Og í hvert skifti fór Wilkins ekki einungis hina venjulegu króka sína, heldur var hann alltaf kominn til búðanna aftur löngu á undan hinum uppgefnu ungu mönnum. George Hubert Wilkins fædd- ist árið 1888 á sauðbýli í Ástra- líu, og var yngstur 13 barna. Hann var frá æsku haldinn ferðaþrá, og þegar hann var unglingspiltur, og fór orlofs- ferð til Sidney og hafði fengið peninga fyrir farmiða með jám- brautarlest, þá réði hann af að fara sjóveg í stað þess að taka lestina. Það var hlegið að hon- um á útgerðarskrifstofunum, en hann komst samt um borð — sem laumufarþegi. Hann mok- aði kolum alla leiðina. En til Sidney komst hann. Hann byrjaði á því að lesa námuverkfræði, en hætti þvi, þar sem hann taldi að meiri lík- ur væru til þess að hann gæti séð sig um í heiminum ef hann væri ljósmyndari. Áður en hann var 22ja ára hafði hann hlotið almennan orðstý í Evrópu og á hinum fjarlægari Austurlönd- um sem ferðaljósmyndari. Þeg- ar hann skildi við leiðangur minn árið 1916 var hann auk þess viðurkenndur og virtur náttúrufræðingur, landfræðing- ur og veðurfræðingur, og hafði lengi verið næstráðandi minn. Heimsstyrjöldin fyrri brauzt út, og honum þótti land sitt hafa þörf fyrir sig. Hann fékk kapteinstign, og tók sem aðal- Ijósmyndari þátt í öllum bar- dögum, sem Ástralíumenn háðu á Vesturvígstöðvunum, og særðist níu sinnum. Eftir styrjöldina var hægt að rekast á Wilkins víða um heim. Árið 1929 kvæntist hann hinni ungu og fögru leikkonu 6

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.