Úrval - 01.03.1960, Qupperneq 13

Úrval - 01.03.1960, Qupperneq 13
,ÞEIM MANNI GLEYMI EG ALDREI“ ERVAL Suzanne Bennet, og eftir það dvaldi hann í íbúð þeirra í New York, eða í húsi þeirra í sveit í Pennsylvaníu, þá sjaldan hann átti frí. En ef það kom fyrir að hann var meira en fjórar vikur í friðsæld heimil- isins, þá fannst honum að hann væri að gróa fastur. Wilkins sýndi, þegar hann var næstráðandi í brezka suður- skautsleiðangrinum 1920—21, hvers virði hann var sem kort- leggjandi. Meðan á því stóð að mæla hinar löngu, ísþöktu strendur, sem ekki höfðu áður verið kortlagðar, hélt hann sig oft marga daga í senn um borð í opnum hvalabáti. Næstu tvö ár var hann dýrafræðingur í síðasta suðurskautsleiðangri Shakletons. Stjórn Bretasafns (British Museum) hafði þótt störf Wilkins í líffræði mjög athygl- isverð, og honum var falin stjórn leiðangurs til Astralíu og nærliggjandi eyja. Tilgangurinn var að ná í sýnishorn af sjald- gæfum fugla- og dýrategund- um, sem voru að deyja út. Hann lagði af stað 1923, og ég hitti hann árið eftir, en þá var ég á fyrirlestraferðalagi í Sidney. Hann hafði flogið um 2500 kílómetra til þess að hitta mig, því að hann gerði ráð fyrir að ég, sem var framandi í landi hans, „kynni að hafa þörf fyrir smávegis aðstoð.“ Hann gerði vinum sínum oft svipaðan greiða, og alltaf eins og það væri alveg sjálfsagt. Orð eru litlaus og innantóm þegar reyna á að lýsa hinni einstöku hjartahlýju Wilkins. Hann bjó yfir dularfullu að- dráttarafli, og var alltaf ákaf- lega næmur fyrir þörfum ann- ara og óskum. Wilkins notaði hálfu ári meira í þennan leiðangur, en ætlað var. Honum nægði ekki að standa við samningsskyldur sínar; af þeim rúmlega 5000 sýnishornum, sem hann flutti heim með sér, voru, fyrir ut- an þær dýrategundir, sem ósk- að var eftir, einnig sjaldgæfar jurtir og jarðfræðileg sýnis- horn, margt af þessu alveg ein- stakt og ómetanlegt. En allur kostnaðurinn varð aðeins tíu sterlingspundum hærri, heldur en sú upphæð, sem hann hafði farið fram á í fyrstu. Ekki var Ástralíuleiðangrin- um fyrr lokið, en ég fékk bréf frá honum — sent frá London. Með þeim yfirlætislausa hætti, sem honum var laginn, tjáði hann mér að sér hefði verið fengin til umráða flugvél með lendingarskíðum, svo að hann gæti látið hinn gamla draum sinn rætast: að gera tilraun til lendinga á ísnum á Norðurís- hafinu. Þótt hann væri sjálfur reyndur flugmaður, ætlaði hann eingöngu að snúa sér að því að stjórna siglingunni og spurði mig því hvort ég gæti útvegað honum flugmann. Eg sneri mér 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.