Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 15
URVAL
„ÞEIM MANNI GLEYMI EG ALDREI"
Wilkins eftir úti og ýtti á
eftir. Þegar vélin rann af
stað, tók Wilkins að hlaupa
meðfram henni, og hélt því
áfram þangað til á síðasta
augnabliki. Þá greip hann kað-
al, sem hangið hafði út um
dyrnar, og handstyrkti sig um
borð.
Enski konungurinn aðlaði
hann í júní sama ár (1928).
Eftir því, sem árin liðu, fékk
hann heiðurspeninga frá flest-
um landfræðifélögum í heimi,
auk þess sem hann hlaut tvö
heiðursmerki fyrir hreysti í
hernaði. Um þetta ræddi hann
aldrei. Eitt sinn sagði hann:
„Heiðursmerki hafa aðeins þá
þýðingu að sýna, að maðurinn
hafi haft tækifæri til þess að
leggja fram sinn skerf.“
Wilkins hafði aldrei látið af
þeirri hugmynd að fara með
nýjan og í öllu tilliti endur-
bættan kafbát til Norðurpóls-
ins, en heimsstyrjöldin síðari
kom í veg fvrir ráðagerðir
hans. Hann varð brátt svo önn-
um kafinn við að endurbæta
heimskautaútbúnað bandarískra
hermanna, að vel hefði mátt
ætla að hann hefði aldrei við
annað fengizt né dreymt um.
Hann reyndi sjálfur allar
nýjungar, áður en hann lét aðra
taka á sig mögulega áhættu.
Hann hafði eitt sinn búið til
eldtraustan búning, og reyndi
hann sjálfur með því að ganga
gegnum benzínbál með meters-
háum logum; hann vildi vera
alveg viss um að búningurinn
væri nægilega góður, áður en
aðrir fengju að reyna hann.
Hermennirnir dýrkuðu hann, og
ungt fólk laðaðist að honum.
Eftir stríðið, þegar ég átti að
skipuleggja háskólanámskeið í
heimskautaþekkingu, þá fékk
ég hann oft til þess að koma
og flytja fyrirlestra. Hann töfr-
aði tilheyrendur sína blátt
áfram með frásögnum sínum,
9