Úrval - 01.03.1960, Page 18

Úrval - 01.03.1960, Page 18
TJRVAL línis vísað á bug kröfu brezku stjórnarinnar um að landamær- in yrðu merkt. Einnig hér halda þeir því fram að hin sönnu „hefðbundnu" landamæri séu drjúgan spöl suðvestan landa- mæranna, sem merkt eru á ind- versk landabréf. Og auk þess- ara tveggja svæða eru fleiri svæði við landamærin, þar sem Kínverjar hafa gert samskonar athugasemdir. Sögulega séð má vel vera að rök Kínverja fái staðist sæmi- lega. En jafnvel þótt þau geri það, finnst mér ekki að þau geti talizt réttlæta kröfur þeirra tíl þessara landsvæða. Ef gera á landakröfur, byggðar á hefð, sem var fyrir fimmtíu eða hundrað árum, gæti Indland krafizt yfirráða yfir Ceylon, Austurríki yfir meginhluta Austur-Evrópu og Tyrkland yfir nær öllum hinna nálægari Austurlanda. Ekkert af fólki því, er byggir landsvæðin, sem Kínverjar gera nú kröfur til, ei' kínverskt að uppruna eða tungumáli (þótt sumsstaðar sé það tíbetanskt) og Indverjar geta með góðri samvizku hald- ið því fram, að nýju landamær- in séu sjálf orðin hefðbundin eftir áratuga viðmiðun og al- þjóðlega viðurkenningu. Hér látum við staðar num- ið í túlkun Kínverja á málstað sínum. Eru þessar kröfur þeirra virkilega nægjanleg skýring á framferði þeirra? Það skal tekið fram, að eitt af fremstu HVI LÁTA KlNVERJAR SVONA? yfirlýstum stefnumálum núver- andi ríkisstjórnar Kína, eftir að hún komst til valda, var að hún hygðist reyna að heimta aftur það, sem margir Kín- verjar kalla hin gömlu landa- mæri ríkisins. Hún endurheimti óskoruð yfirráð Kínverja yfir Mansjúríu, náði aftur fullum yfirráðum yfir Sinkiang, gerði irmrás í Tíbet og hefur senni- lega sótzt eftir því, að Kínverj- ar fengju stjórn Ytri Mongó- líu í sínar hendur. Loks hefur kínverska stjórnin kveðið fast að orði um nauðsyn þess að frelsa Formósu. Einu kínversku landspildurnar frá fornu fari, sem kínverska stjórnin hefur ekki gert kröfu til, eru Hong- kong og Macao. Það fer ekki á milli mála að endurheimtu- stefnan á sinn drjúga þátt í atferli Kínverja nú. Þó efast ég um að hún ein sé nægjan- lcg skýring á framkomu þeirra síðustu mánuðina. Ef þeim hefði verið svo mikið í muna að ná þessum landsvæðum á indversku landamærunum hefðu þeir sennilega krafizt þeirra fyrir löngu. Nehrú, for- sætisráðherra hefur það eftir Chou En-lai, kínverska forsæt- isráðherranum, að hann hafi sagt í heimsókn sinni til Ind- lands 1956, að Kínverjar væru fúsir til að viðurkenna Mc- Mahonlandamærin, og meira að segja kveðið á um það ljós- um orðum. Nú rengja Kínverj- ar hinsvegar lögmæti þessarar 12

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.