Úrval - 01.03.1960, Síða 20
URVAL
sextíu kílómetra innan þeirra
marka, sem Indverjar kalla
landamæri sín. Framanritað
bendir sízt til þess, að hér sé
um að ræða glöp gikk-óðra
landamæravarða.
Á hinn bóginn er ýmislegt,
sem bendir til þess, að hér sé
um að ræða framkvæmd yfir-
vegaðrar áætlunar kínversku
ríkisstjórnarinnar um að helga
sér hin umdeildu landsvæði
með valdi. I þessum efnum virð-
ist það vera ríkjandi sjónarmið
hjá Kínverjum, að valdið sé
beinið í nefi réttarins. Þegar
þeir hafa komið löppinni í gætt-
ina, geta þeir „skákað í skjóli
valds í samningum," eins og
Dulles heitinn hefði orðað það.
Raunar hafa atburðirnir á ind-
versku landamærunum aðeins
verið endurtekning, í stækkaðri
mynd, af því, sem skeði í landa-
mæradeilu Kínverja við Burma-
búa fyrir fimm árum. Þar her-
námu Kínverjar líka hið um-
deilda svæði og tóku síðan til
máls. Að nafninu til standa
samningaviðræðurnar enn. En
að sjálfsögðu halda Kínverjar
ennþá landinu. Þeir munu vafa-
laust endurtaka óteljandi sinn-
um næstu mánuðina, að þeir séu
hreint óðfúsir að hefja friðsam-
legar viðræður við Indverja um
lausn þessa deilumáls í anda
„grundvallaratriðanna fimm“,
sem um var rætt í samþykkt
Bandungráðstefnunnar. En við
getum verið viss um, að í þeim
viðræðum munu þeir ekki gefa
HVl LÁTA KÍNVERJAR SVONA?
eftir þumlung — eða að minnsta
kosti ekki meira en þumlung.
Við höfum enn ekki fengið
svar við fyrstu spurningunni
okkar. Hví eru Kínverjar reiðu-
búnir að fórna vinsemd, ekki
aðeins Indverja, sem þeir leit-
uðu þó lengi og fast vinfengis
við, heldur allra þjóða Suð-
Austur Asíu, fyrir fáeinar ræm-
ur lands, sem eru sára lítils
virði? Ekki ætla ég mér þá dul
að gefa óvéfengjanlegt svar við
spurningunni. En skoðun mín er
sú, að kínversku leiðtogarnir
hafi gert sér það ljóst síðustu
árin, að fyrr en seinna hlyti
að skríða til skarar milli Kína
og Indlands, og úr því verða
skorið hvort meira skyldi mega
sín um völd og áhrif í Suð-
Austur Asíu. Þeir hafi því grip-
ið þetta tækifæri fegins hendi
til að knésetja Indverja, og
jafnvel lítillækka þá, svo sjá
megi um heim allan hvorir séu
sterkari. Hið sorglega við mál-
ið er, að Kínverjar skuli standa
svo einangraðir frá almennings-
áliti heims, að þeir ímyndi sér
að þeir geti öðlast virðingu og
aðdáun með svo ruddalegri beit-
ingu hervalds. En sé það rétt
til getið hjá mér, að Kínverjar
standi nú svo einangraðir, að
þeir skynji ekki fordæmingu
góðra manna, þá berum við líka
hluta af sökinni, því við höfum
haldið þeim einangruðum og ut-
angarðs í öllum alþjóðasamtök-
um.
(The Listener)
14