Úrval - 01.03.1960, Page 32

Úrval - 01.03.1960, Page 32
TJRVAL hraða, sem næmi 4,8 til 8 kíló- metrum á klukkustund. Annar Cambridgemaður, dr. Richard Bainbridge, heldur nú áfram mælingum þessum með mjög merkilegu áhaldi. Hann hefur smíðað sér langan stokk úr glæru plasti, nær ferhyrnd- an að þverskurði, en beygðan í hring, þannig að hann myndar eins konar endalaust fiskabúr, líkast hjóli með hola gjörð, hálfan þriðja metra í þvermál. Fiskur er látinn í þessa vél, og hjólið snýst síðan í gagnstæða átt við þá, sem hann syndir í, þannig að áhorfandanum virðist fiskurinn standa kyrr. Þess er vandlega gætt, að vatnið renni ekki til í hjólinu, svo að snún- ingshraði hjólsins verður ná- kvæmlega jafn sundhraða fisks- ins. Hjólið er knúið rafmagns- hreyfli og rafeindavél stjórnar hraða þess. Tvær kvikmynda- vélar ljósmynda fiskinn, sín frá hvorri hlið, og skrá jafnframt snúningshraða hjólsins. Fram að þessu hefur dr. Bain- bridge gert tilraunir með vatna- fisk, •—■ lontur, gullfiska og sil- unga, frá hálfum öðrum þuml- trngi upp í fet á lengd. Hann hefur sýnt fram á, að sundhrað- inn fer eftir tíðni sporðslaganna og einnig eftir umfangi þeirra, það er að segja því, hversu langt til hliðar fiskurinn sveiflar sporðinum. Mesti hraði, sem hann hefur nokkru sinni mælt, voru 16 kílómetrar á klukku- stund, hjá tólf þumlunga löng- HVE HRATT SYNDA FXSKAR? um silungi; þótt tíðast sé há- marks sundhraði silunga 9,6 til 11,2 kílómetrar á klukkustund. Hámarkssundhraði tíu þuml- unga langs gullfisks reyndist 4, 8 kílómetrar á klukkustund. Dr. Bainbridge vinnur nú að könn- un á því hversu úthaldsgóðir fiskar séu á hraðsundi. Yfirleitt eykst sundhraðinn með lengd fisksins: hámarks- hraði fiska, sem eru allt að einu feti á lengd, er yfirleitt tíföld skrokklengdin á sekúndu. En slík afrek vinna þeir þó ekki nema í neyðartilfellum og þolið verður þá aðeins mælt í sek- úndum. Með einum sporðslætti nær fiskurinn hraða, sem óger- legt er fyrir hann að halda á- fram. Það er til dæmis talið sennilegt að sumir fiskar geti brugðið við úr hvíldarstöðu og náð hámarkshraða á aðeins ein- um tuttugasta parti úr sekúndu með átaki sem jafnast á við fjórfalda líkamsþyngd þeirra. Þannig mun Iáta nærri að lax, sem stekkur mannhæð upp úr vatni í 45 gráðu hom, hafi náð um það bil 32 kílómetra hraða á klukkustund í þann mund sem hann skýzt upp úr vatnsborð- inu. I hafrannsóknarstöðinni í Ab- erdeen er sundhraði fiska at- hugaður í sambandi við veiði- tilraunir. Þar hef ég, ásamt fé- laga mínum Bill Dickson, eink- um mælt sundhraða sjávar- fiska, sem hafa verzlunargildi: síldar, makríls, sjóbirtings, 26

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.