Úrval - 01.03.1960, Page 34

Úrval - 01.03.1960, Page 34
ORVAL Við viljum líka komast að því hve langa vegalengd fiskar geti synt með tilteknum hraða. Við mælum því sundþol fiskanna á þann hátt að láta þá synda eins hratt og þeir geta þangað til þeir gefast upp. Við teljum þá uppgefna, þegar hægt er að lyfta þeim upp á sporðblöðk- unni, án þess að þeir sprikli; það finnst okkur skynsamlegur mælikvarði. Síldin virðist vera þolbezt. Níu þumlunga langar síldar geta synt þúsundfalda lengd sína áður en þær gefast upp. Dugminnstur er þorskur- inn, — rösklega 60 sentímetra langur þorskur getur ekki synt nema hundraðfalda lengd sína með hámarkshraða. Látum svo útrætt um tilraun- ir okkar félaganna. Rannsóknir á þessu sviði hafa einnig verið gerðar í Þýzkalandi og Banda- ríkjunum. Dr. Ohlmer og dr. Schwartzkopff í Göttingen hafa nýlega lokið sundhraðamæling- um á ýmsum tegundum vatna- fiska og reyndist hámarks sund- hraði átta til tíu þumlunga langra fiska hjá þeim vera 3,2 til 10,4 kílómetrar á klukku- stund. En ef til vill hafa merkileg- ustu rannsóknimar þó verið gerðar fyrir tíu árum, af banda- rískum flugvélaverkfræðingi, dr. D. R. Gero. Hann smíðaði sér áhald, sem kallast piscameter. Er þama um að ræða mælitæki, sem fiskilínan leikur í, og mælir hraðann, sem línan rennur með HVE HJRATT SYNDA FISKAR? út af veiðihjólinu. Dr. Gero veiddi fiska á línu sína og mældi síðan sundhraða þeirra á flótt- anum. Þar á meðal veiddi hann allmarga hákarla, — suma hverja meira en faðm á lengd, og mesti sundhraði þeirra, sem hann mældi, var aðeins 16 kíló- metrar á klukkustund. Hins veg- ar varð reyndin sú, með barra- kúda-fiskinn, sem svipar helzt til geddunnar, að fiskar, sem vom aðeins einn metri og þrjá- tíu sentímetrar, náðu rösklega 43 kílómetra hraða á klukku- stund, en það er staðfest simd- hraðamet allra fiska. Ég hef, af ásettu ráði, aðeins rætt um hámarkshraða, því það hefur verið alþýðutrú harla lengi, að fiskar gætu synt með ólíkindum hratt. Greindarmenn hafa jafnvel haldið því fram, að ýmsar tegundir fiska gætu náð 100 til 115 kílómetra hraða á klukkustund. Hví skyldu þá nið- urstöður fyrrnefndra mælinga vera svo andstæðar fornum á- f'zkunum, sem raun ber vitni? fyrsta lagi segja lauslegar at- huganir á fiskum í uppistöðu- pollum eða litlum árhyljum mjög svo ýkta sögu af skjót- leika þeirra. Sama gildir um hjólið á stöng veiðimannsins — hvinur þess, er það snýst af miklum hraða, er einnig villandi ■—• og háþróað ímyndunarafl stangarveiðimanna er alkunn- ugt! En það fer ekki á milli mála, að fiskar hafa ótrúlegt sund- 28

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.