Úrval - 01.03.1960, Page 38

Úrval - 01.03.1960, Page 38
TjRVAL stórum og þéttum hópi manna, og það látið hvarfla um andlit þeirra .Við sjáum aðeins fólk- ið, sem ljósgeislinn fellur á í þessum stóra hópi, en vitum að allt í kring um geislann er fjöldi manns, sem bíður þess eins að ljósið falli á þá. Á svip- aðan hátt innifelur meðvitund- in allt það, sem við skynjum að er að koma fyrir okkur, og einnig ýmislegt af því, sem reynsla augnabliksins rifjar upp fyrir okkur. Því er leitarljósið hvarflar nú um sviðið, þá sjáum við ekki aðeins þetta fólk, heldur rifja þessi andlit upp fyrir okkur minningar um annað fólk á öðrum stað og annari stundu, — sem sumt hvert er alls ekki á þessu sjónarsviði. Þar með er- um við komin að for-meðvit- undinni. Hún er sá staður vit- undarlífsins, þar sem allt það er geymt, sem við höfum reynt í fortíðinni og getum enn munað. Þar er einnig talsvert af því, sem við höfum einhverntíma munað, en erum nú búin að gleyma. En það er furðumargt, sem bendir eindregið til þess, að því fari víðsfjarri að allt það, sem er gleymt, sé í raun- inni týnt úr huga manns með öllu. Margt af því er enn í geymslu, og getur rifjast upp fyrir manni undir vissum kring- umstæðum og komið þannig fram í vitundina. Þessi kenning um hinn ómeð- vitaða hluta hugans sem and- HUGSUN OG TILFINNING- stæðu hins algjörlega meðvit- aða hluta, er einkum byggð á rannsóknum Sigmund Freud prófessors. Sálfræðigrúskarar höfðu að vísu hreyft henni áð- ur, en það var hann, sem vatt sér í það að sanna, að til geta verið allverulegar birgðir af reynslu, — ekki aðeins hugsun- um, heldur líka tilfinningum og háttalagi, sem einu sinni var meðvituð, en er nú horfin; og ekki aðeins í þeim skilningi, að við munum þetta ekki lengur, heldur í þeirri víðtæku merk- ingu, að við gerum okkur bók- staflega ekki neina grein fyrir því lengur, að við höfum nokk- urntíma átt þetta til. Nefnum tvö algeng dæmi þessu til út- skýringar. Öll höfum við einhverntíma reynt að rifja upp úr hugskoti okkar eitthvað, sem við vissum sð átti að vera þar, en sem við gátum ekki fundið í minnis- hirzlunni þegar til átti að taka. Það gæti verið svar við spurn- ingu á prófi. Við vitum að við vitum þetta, að við höfum lært það, en samt fer einhvemveg- inn svo í óðagoti þessa and- artaks, að við getum ekki fundið það. Ellegar þá að um er að ræða jafn hversdagslegan at- burð og samband milli andlits og nafns, eða milli manneskju og einhverrar tilfinningar frá forðum tíð, sem við getum ekki hent reiður á; þannig að fund- ur okkar og þessarar mann- eskju, eða jafnvel það eitt að 32

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.