Úrval - 01.03.1960, Síða 40
tTRVAL
orðin að snörum þætti í fram-
vindu læknisfræðinnar síðustu
fimmtíu árin. Af þeirri rann-
sókn hefur okkur meðal ann-
ars lærzt, að baráttan langa,
sem maðurinn má tíðum heyja
við hugarkvöl og skapraunir, er
ekki þessháttar stríð, að það sé
ávalt til bóta að gera greinar-
mun á illa særðum líkama og
illa særðum tilfinningum. Ekki
bera menn örin heldur aðskilin,
— sum á líkama, önnur í huga.
Það er nefnilega alls ekki unnt
að skilja á milli hugar og lík-
ama, nemá þá til breytingar á
talsmáta um sömu heildina.
Hinsvegar getum við greint á
milli þess arna, okkur til hag-
ræðis, þegar við erum að
rannsaka þetta óhlutræna fyr-
irbrigði, sem við höfum kosið
að nefna huga.
Hœfileikinn til að safna upp-
fýsingum.
Við getum til dæmis einbeitt
okkur að því að mæla hæfileika
hugans til að taka á móti upp-
lýsingum, flokka þær og geyma.
Við sjáum að hann er tengdur
hæfileikanum til að breyta at-
ferli í ljósi þeirra reynslu, sem
þessi móttaka, flokkun og
geymsla, hefur gert mögulega.
Og þessir samtengdu hæfileikar
renna stoðum undir einn skiln-
ing á eðli vitsmunanna: að
vitsmunir séu kannski í raun-
réttri geta mannshugans til að
læra af reynslunni og haga
HUGSUN OG TILFINNING
fi'amferði sínu eftir þeirri
reynslu.
Gera þarf greinarmun á milli
skapferlis og framkomu eða at-
ferils. Það hefur tekið okkur
langa hríð að gera okkur grein
fyrir því að viðgangur skap-
gerðarþroska er háður sams-
konar dyntum og slysum á leið
sinni til fullkomnunar, og þeim,
sem við höfum uppgötvað að
staðið geta í vegi fyrir þroska
vitsmunanna. Við höfum öll
upplifað það, að kynnast stór-
gáfuðum körlum og konum,
sem eru andlega bækluð vegna
vanþroskaðs lundarfars eða
barnalegra skapbresta, og við
vitum öll, að bamaskapur er
ekki einkalöstur vangefinna
manna.
Skapið driffjöður athafnanna.
Á athafnasviðinu finnum við
enn eitt undrið. Það er miklu
fremur skapið en vitsmunirnir,
sem knýr menn til athafna.
Miklir vitsmunir með litlu skapi
eða slæfðu, geta af sér litlar
jákvæðar athafnir, gagnstætt
því, sem þróttmikið skap leiðir
oft til mjög farsælla athafna í
daglegu lífi af hálfu fólks, sem
ekki er nema í meðallagi þrosk-
að vitsmunalega.
Við skulum svo að lokum
álykta að orðið ,,hugur“ sé
óhlutlægt. Það er úrtekt af
þeirri heild, sem við getum
skynjað í sjálfum okkur og öðr-
um, og sem við höfum áður
34