Úrval - 01.03.1960, Page 43
1—2—3—4 — OG 1 ROT
tJRVAL
vörn gegn kulda. Kalsaveður er
því engin afsökun fyrir því, að
fá sér einn gráan — og annan
til. Afengið virðist ráð við
kulda af því, að það víkkar æð-
ar (rauðu nefin) og meira blóð
streymir um húðina, en þetta
veldur hitatilfinningu. En það
er hugarburður. Hitinn hefur
aðeins verið fluttur þaðan, sem
hans er þó meiri þörf þegar kalt
er: Innan úr líkamanum út á
yfirborðið, en þar er hann fljót-
ur að hverfa í kulda. Að þessu
hefur mörgum orðið, sem hafa
lagt sig á bersvæði til þess að
sofa úr sér. Þeir veikjast —
eða frjósa í hel.
Áfengi síast um veggi inn-
ýflanna — á tiltölulega skömm-
um tíma þar sem ekki þarf að
melta það eins og fæðu — út í
blóðið til heilans, þar sem það
hefur deyfandi áhrif á vits-
munastarfið. Líkaminn fer svo
að losa sig við það áfengi, sem
hann hefur tekið við, og hefur
lokið því að mestu um það bil
12 stundum eftir að því var
kingt.
Lögurinn, sem hellt er um
háls úr stút áðumefndrar
flösku, hefur annars þau ytri
áhrif, sem greina má í fimm,
velaðgreind stig:
FYRSTA STIG ölvunar er
það, sem flestir myndu kjósa,
Lítill skammtur áfengis eykur
vellíðunarkennd og öryggis, af
því að hann losar um hömlur
tilfinningalífsins og ryður burtu
höftum og hindrunum, sem
þvinga marga í daglegu lífi.
Það örva r mælsku og eyðir
feimni, og þessi smáskammtur
af deyfilyfi sefar þanið skap
og slakar stríða vöðva.
ANNAÐ STIG er gott líka —
í réttu umhverfi. Það er svipað
hinu fyrra, að viðbættri nokk-
urri hneigð til ofsakæti, til þess
að klappa fólki, fara út í horn
með kunningjum og syngja,
jafnvel setja upp narrakollur
og blása blöðrur og hlægja í
hærra lagi að eigin fyndni. Svo
framarlega sem aðrir gestir eru
á sama stigi, þá getur verið
gaman að lifa.
ÞRIÐJA STIG, og það er
eins gott fyrir þig að játa það,
gerir þig þó nokkuð þreytandi.
Þú verður hávær. Þú talar af
öllu afli. Þú getur allt og veizt
allt og villt öllu ráða. Heimtar
að vera hrókur alls fagnaðar.
Þú hefur lítinn eða engan hem-
il á þér, og þegar hér er komið
sannast orðtakin: In vino veri-
tas (í víni sannleikur, þ. e. „öl
er innri maður“.) Þú hatar og
elskar, skammast og skælir.
Þetta er það stig, sem „elsku
vinir“ leggja hvor í annan,
lengi dulinn kali kemur upp á
yfirborðið, einhver, sem þú rétt
kannast við, gerist ástleitinn og
segir að þú sért yndislegur
(-leg), háskalegt á árshátíðum
fyrirtækja og nágrannaboðum,
þar sem óhjákvæmilegt er að
umgangast viðkomandi í fram-
tíðinni. Skynsemdarfólk hættir
að súpa áður en að þriðja stigi
37