Úrval - 01.03.1960, Page 45

Úrval - 01.03.1960, Page 45
1—2—3—4 — OG 1 ROT URVALi laust, rótáfengt, og má blanda hverju sem er. Gin hefur frá fornu fari, en ómalclega, fengið heldur slæmt orð, en það var lengi talinn hálfgerður þræla- drykkur, enda lítið dýrara en bjór. Líkjörar eru mjög áfengir, og það er alger misskilningur, en býsna algengur, að halda að t. d. mentollíkjör (creme de menthe) sé sérstakur kvenna- drykkur. Áfengisblöndur eru ef til vill ekki öðrum drykkjum sterkari, en timburmennirnir eru verri. Kokkteilar (hanastél) eru af- leitir, og ekki bætir það úr skák, að þeirra er mjög oft neytt fyrir mat. Tómatsafa má blanda hverju sem er. Það er til dæmis ómögulegt að sjá hvort hann er styrktur með vodka. Þeir, sem vita að þeir eru ekki hraustir við drykkju, ættu að hafa tóm- atsafann í huga, og það er f jarri því að sýna nokkra vesal- mennsku. Menn verða náttúrlega fullir þótt hægt sé drukkið, en hitt kemur ósjaldan fyrir, að meira er drukkið en ætlað er af því, að ört er skenkt á. Það er skyn- samleg ráðstöfun að hella sjálf- ur í gias sitt. Viský og sódi geta sýnst sakleysið sjálft, en verið þó æði mikið sterkari en maður á að venjast, og ber fremur vott um gestrisni húsbónda eða jóla- skap, en skynsemi hans. Að lokum heilræði, sem alltaf gildir og allstaðar: Áfengi og bifreiðaakstur eiga ekki sam- an. — Það er þó ekki sá, sem svínfullur er, sem hættan staf- ar af, því oftast verða ein- hverjir til þess að taka í taum- ana og bera dólginn ráðum. Sá, sem er varasamur, er maðurinn, sem er varla ,,kenndur“, eng- inn sér að hann hafi neytt áfengis, hann er varla nema snemma á fyrsta stigi. En hann hefur samt fengið nægilega mikið í gogginn til þess, að dómgreind hans er sljóvguð en viðbragðsflýtir minni, en hann telur sér þó allt fært, og tek- ur áhættuna. Því miður er sami herra ekki ævinlega maður fyr- ir því, að mæta afleiðingunum — ef hann lifir. — — og svo, góðir hálsar, úr með tappann — — góða skemmtun. (Everybody’s) 39

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.