Úrval - 01.03.1960, Page 46

Úrval - 01.03.1960, Page 46
GAÐ UM MARGA GLUGGA Lord Beaverbrook HÉR ER ÉG kominn aftur til Nýju Brúnsvíkur, þangað, sem ég byrjaði, eftir þvínær áttatíu ár. Ég man eftir brunn- inum hérna í New Castle. Ég man þegar hann var vígður. Það var fyrir löngu. Ég man athöfn- ina og kringumstæðurnar mjög vel. Nú hefur hreppsnefndin gefið mér tórgið. Það var stór- kostleg gjöf; ég met hana mjög mikils. Ég hugsa að það sé mesta sæmd, sem mér hefur nokkru sinni verið auðsýnd. Ég seldi einu sinni blöð á þessu torgi í Newcastle. Ég seldi St. John Sun; verðið var eitt sent. Ég var líka fréttaritari fyrir blaðið og ég fékk einn dal fyrir dálkinn. En allt er breytt: á vissan hátt sel ég ennþá blöð, nú fæ ég þrjú penny fyrir ein- takið, og stundum borga ég allt að 500 dollurum á dálk fyrir aðsent efni. En ég lét líka að mér kveða á fleiri sviðum. Ég tróð kirkju- orgelið; ég fékk tuttugu og fimm sent fyrir hvern sunnu- dag, sem ég tróð það. Það var skemmtilegt starf, því ég stund- aði iðju mína á bak við for- hengið. En mörgum árum síð- ar, þegar allt var breytt, eftir að ég varð fullorðinn, setti ég rafmagnsorgel í kirkjuna til þess að menn þyrftu ekki að vera að troða það lengur. Það bar líka við að ég tæki í streng- inn, sem hringdi ómþýðu klukk- unum, sem kvöddu söfnuðinn til messu. Árin liðu og ég setti 40

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.