Úrval - 01.03.1960, Side 48
ORVAL
Kanada á svonefndum Út-
breiðslustyrk — farið var borg-
að fyrir hann svo að hann gæti
gerzt prestur í Kanada.
Við krakkamir fengum alls
ekki að nota setustofuna í húsi
föður míns; okkur var ekki
leyft að setjast í mjúku stól-
ana. Sú stofa var eingöngu ætl-
uð ókunnugum — gestum. Við
urðum að gæta að okkur og
hafa okkur hæg og passa að
skemma ekki dýrgripina í
þessari stofu. Húsgögnin hafa
sjálfsagt verið frá Skotlandi,
og líklega allur húsbúnaðurinn
eins og hann lagði sig.
Hví skyldi ég svo hafa farið
burtu úr þessari dásamlegu
sveit? Ég veit hvers vegna ég
fór: Ég fór vegna þess að ég
trúði á nokkuð, sem seinna var
kallað Fríverzlun Heimsveldis-
ins. Ég réðist í þjónustu þess,
og ég starfaði þar í fimmtíu ár.
Þegar ég kom þar til skjalanna
voru íbúar Stóra Bretlands 45
milljónir eða kannski 50 mill-
jónir, og íbúatala heimsveldis-
ins var 500 milljónir. Núna —
eða að minnsta kosti eftir eitt
til tvö ár — verður íbúatala
Stóra Bretlands 55 milljónir og
heimsveldisins — heimsveldis-
ins okkar — verður komin of-
an í 45 milljónir. Hún verður
lægri en íbúatala Bretlands. Svo
má því virðast, að erfiði allra
þeirra, sem hafa barist og
þraukað fyrir þann málstað,
sem ég trúði á, hafi verið til
einskis og unnið fyrir gýg.
GAÐ UM MARGA GLUGGA
Það er vissulega tilgangslaust
að halda þeirri baráttu áfram.
Ibúar Bretlands hafa snúið
huga sínum annað. Samveldis-
löndin hafa breytzt og tekið
sinnaskiptum. Bandaríkjum
Ameríku hefur vaxið ásmegin
og þau eru orðin ómótstæðileg
fyrir Ástralíu og Kanada.
Hvemig mættum við svo halda
áfram að gera okkur vonir um
að vekja almenning til samúð-
ar eða stuðnings nú? En ég sé
ekki eftir erfiðinu, því við kom-
um ýmsu góðu til leiðar.
Kunningsskapur minn við
Churchill er mér kær minning,
fimmtíu ára vinátta og starf
með honum; undir forystu hans
á stríðsárunum. Hvílíkur hús-
bóndi hann var á þessum ör-
lagaárum! Hann var Raleigh og
Drake og Hawkins og Elízabet
sjálf í einni persónu. Undarlegt,
finnst ykkur ekki, að hershöfð-
ingjar, sem skrifa minningar
sínar eftir styrjöldina, finna á-
stæðu til að ráðast á hann, finna
tilefni til að ráðast á hann ?
Mér finnst það furðulegt. Ég
átti sæti í ríkisstjóm hans —
og get ómögulega skilið ástæð-
urnar fyrir kvörtunum þeirra.
Ég hef lesið bók Alanbrookes
lávarðar, sem hann skrifaði, eða
var skrifuð fyrir hann. Það er
skrýtið skjal! Ég hafði ekki
hugmynd um að Allanbrook lá-
varður væri hetja síðari heims-
styrjaldarinnar, fyrr en ég
hafði lesið bókina hans. Nú er
tími til kominn að ráðherra
42