Úrval - 01.03.1960, Qupperneq 51
GÁÐ UM MARGA GLUGGA
kaþólsku kirkjurmi á sunnudög-
mn. I öllum Sovétríkjunum eru
5000 kirkjur, 30 þúsund prest-
ar, 5000 munkar og nunnur og
biblían selzt þar í 500 þúsund
eintökum á ári.
Við Wardel ofursti fórum til
Rússlands fyrir stríð. Við vor-
um í Petrograd. Við sáum jarð-
arför. Ströngustu trúarreglum
var hlýtt við þessa jarðarför.
Sumt fólk leggur það í vana
sinn að vera við jarðarfarir.
Skrifað stendur að George Sel-
wyn, þingmaður í Bretlandi,
hafi verið mjög vinsæll maður,
allir voru hrifnir af honum, og
sjálfur var hann hrifinn af lík-
vun, glæpamönnum og henging-
um. Þegar George Selwyn kom
að Hollandsstöðum til að inna
eftir líðan vinar síns, Hollands
lávarðar, sagði Holland lávarð-
ur: „Vísið honum inn. Meðan
ég lifi hef ég gaman af að sjá
hann. Þegar ég verð dauður
hefur hann gaman af að sjá
mig“.
Þær urðu margar jarðarfar-
imar í Rússlandi frá stríðs-
byrjun; 25 milljónir manna
fallnar í landinu því. Tuttugu
og fimm milljónir, hugleiðið þá
tölu: 41/2 milljón fallinna í
Þýzkalandi, brezka heimsveldið
missti y2 milljón fallna, Banda-
ríkjamenn helmingi minna —
250 þúsund, Kanada 42 þúsund.
Tuttugu og fimm milljónir
Rússa fallnir, samkvæmt íbúa-
skránni í Washington. Minnist
þess líka, hvernig land þeirra
URVAL
var eytt. Hvernig ættu Rússar
að geta gleymt ógnum Þjóð-
verja? Síðustu 100 árin hefur
Þýzkaland oft truflað og tíðum
rofið friðinn í Evrópu. Samt eru
Bandaríkjamenn staðráðnir í að
endurvopna Þjóðverja. Getið
þið efast um, að Rússar óttist
þetta? Sú þjóð, sem hrærist í
ótta, gerir skyssur. Rússarnir
óttast Ameríkana og Ameríkan-
arnir tortryggja Rússana. Ég
styð Bandaríkjamenn af lífi og
sál í togstreytu þeirra við Rússa
út af Evrópu, og ég styð Brezk-
Bandaríska bandalagið af öllum
áróðursmætti mínum, en ég er
ekki blindur fyrir ávirðingum
Breta og Bandaríkjamanna í
framkomu við Rússa eftir styrj-
öldina — síður en svo.
Ég minnist þess 1944, þegar
Kesselring bauð uppgjöf þýzka
hersins á Italíu. Samningarnir
við Bandaríkjamenn fóru fram
í Sviss. Schmidt hershöfðingi
var meðalgöngumaður. Fyrsta
skilyrðið fyrir samningum var:
„Ekki segja Rússum“. Banda-
ríkjamenn gengu að skilyrðinu.
Einhver sagði Rússunum. Hver
var það? Og Rússamir höfðu
áður óttast að gerður yrði sér-
friður, og Rússar urðu mjög
uggandi. Þegar Rússar hernámu
Berlín veittu þeir Bandaríkja-
mönnum og Bretum aðild að
hernámi Berlínar og Vínarborg-
ar. En þegar Japan var hemum-
ið af Bandaríkjunum var bæði
Rússum og Bretum synjað um
aðild að hernámi og stjóm. Þá
45