Úrval - 01.03.1960, Side 52
XjRVAL
hrifsuðu Rússar til sín með
röngu, prettum og svikum, heil-
mikið af þýzkum vélum, hertóku
þýzku vísindamennina (sem
hafa nú sent eldflaug upp í
tunglið fyrir Rússa) og þeir
náðu á sitt vald eldflaugastöð-
inni í Peenemunde. Bandaríkja-
menn urðu mjög reiðir, og Bret-
ar urðu reiðir líka, og það með
réttu.
Hveitibrauðsdagamir
liðnir.
Einn dimman dag í septem-
ber, 6. september 1946, var það,
að hveitibrauðsdögunum lauk
hjá Bandaríkjunum og Rúss-
landi. Sú brullaupsgerð var úr
sögunni. Þegar James Bymes,
utanríkisráðherra, hélt ræðuna
í Stuttgart, sagði hann tvennt.
GÁÐ UM MARGA GLUGGA
Hann sagði að Bandaríkjamenn
myndu ekki viðurkenna austur-
landamæri Þýzkalands — það
er að segja hina tvískiptu
markalínu Þýzkalands, sem af-
markaði landsvæði Sovétríkj-
anna í vestur. Næst sagði hann
að Bandaríkjaher yrði ekki
fluttur frá Evrópu, enda þótt
Roosevelt hefði lýst yfir því að
herinn yrði fluttur þaðan innan
tveggja ára. Þá var það, sem
Rússar tóku bandarískar olíu-
hreinsunarstöðvar í Rúmeníu án
skaðabóta og án skýringa. Vita-
skuld tók Bandaríkjastjórn það
óstinnt upp. Það eru mörg
fleiri dæmi um ögranir Rússa
og stíflyndi Bandaríkjamanna.
En ég ætla ekki að segja
fleira. Krytur milli þjóða hjaðn-
ar oft með skjótum hætti, og ég
hef alltaf verið bjartsýnismaður.
)-------H
Um íslenzka hirðsiðu ....
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri var í opinberri veizlu og var
kynntur fyrir einni barnungri skólastjórafrú. Mun borgarstjóra
hafa þótt frúin óvanalega ung að árum af skólastjórafrú að
vera og hafði einhver orð um það, hve gömul hún væri. „Gettu
. . . .“ hreytti hin unga frú út úr sér. Borgarstjóri spurði ekki
frekar.
)--------(
VEIZTXJ
að kría var merkt í Labrador, en náðist í Natal í Suður-
Afríku, 125 dögum siðar?
46