Úrval - 01.03.1960, Page 57

Úrval - 01.03.1960, Page 57
ETUM VIÐ OFMIKIÐ AF FJÖREFNATÖFLUM ? URVAL gallaðrar fæðu. Þessu svara læknar svo, að einstaka sjúk- dómar séu ótvírætt næringar- göllum um að kenna, en þeir séu mjög fátíðir á þeim svæðum jarðar, sem við byggjum. Þá er því haldið fram, að jurtir, sem ræktaðar eru í mag- urri mold og þrautpíndri, hafi ekki þau efni að geyma, sem líkaminn þarfnast. Þetta er heldur ekki rétt, því að rann- sóknir hafa sýnt að jarðvegur- inn hefur varla nokkur áhrif á magn næringarefna í jurtum. Eini sjúkdómurinn, sem skort- ur nauðsynlegra efna í jarðvegi og vatni, getur valdið mönnum, er ,,struma“, sem áður var nefnd, sem stafar af joð-skorti. Samkvæmt þriðju staðhæf- ingunni er aukageta gervifæðu óhjákvæmileg vegna þess, að matarframleiðslan er ,,iðnvædd“ úr hófi fram. Við þessu hefur svarið verið: „Með þeim að- ferðum, sem notaðar eru við nú- tíma fæðuframleiðslu, er hægt að halda næringargildi fæðu- efna sem fullkomnustu, og ef nauðsyn krefur, að bæta við efnum, sem á kann að vanta. Ávextir og grænmeti eru t. d. hraðfryst eða soðin niður ein- mitt þegar næringargildi þeirra er mest, og f jörefnum og stein- efnum er bætt í mjöl og smjör- líki. Loks er sú staðhæfing, að menn geti þjáðst af fjörefna- skorti án þess að þau einkenni komi í ljós eða sjáist, sem lækn- ir vill taka mark á. Samkvæmt þessu ætti hver, sem þjáist af þreytu og höfuðverk að skorta f jörefni. Það er þó engin ástæða til þess að ætla að svo óljós ein- kenni séu merki um gallaða nær- ingu. Það er aðeins læknirinn, sem getur ráðið fram úr því, hvort kostur sjúklings sé næg- ur, og fyrirskipað svo hæfilegt sé, það sem á vantar í hverju einstöku tilfelli. Við þurfum öll nauðsynleg fjörefni, en það er alveg ástæðu- laust að troða gagnrýnislaust í sig pillum og belgjum. Frúin var ekki talin „reiða vitið í þverpokum", eins og sagt er. Það var eitt sinn að hún spurði mann sinn að því, og var mjög áhyggjufull, hvort börn fæddust með tréfót ef faðir þess hefði tréfót. Það slumaði í hónda við spurninguna, því að sjálfur var hann á báðum fótum heilum og jafnlöngum — en leigjandi hans hinsvegar ekki. )----( Margar skilgreiningar eru til á orðinu „lýðræði“. Ein er þessi: Þar, sem lýðræði er. mátt þú segja það, sem þér sýnist — en gera það, sem þér er sagt. 51

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.