Úrval - 01.03.1960, Page 58

Úrval - 01.03.1960, Page 58
ÉG ER BÚIN að koma mér upp heilum gróskumiklum skógi í íbúðinni minni — en öll trén mín eru dvergvaxin, ekkert yf- ir 17 þumlunga á hæð. Fyrst var að afla sér fræs, og þar var um margt að velja. Þvínær all- ar tegundir barrtrjáa og lauf- trjáa geta orðið harðger smá- tré, og maður getur gert tilraun- ir með kirsuberjarunna og epla- tré. Ég nota leirpönnur, sem ég fæ hjá fræsölunum, til að sá í. Þær eiga að vera gljáhúðarlausar og með að minnsta kosti eitt af- rennslisgat í botninum. Yfir gatið á að leggja brot úr blómst- urpotti og snúa bungunni upp, áður en mold er látin í. Frækorn af trjám eru hýð- ishörð, svo að ég læt þau liggja í bleyti í tvo daga fyrir sáningu til þess að hraða spíruninni. Að svo búnu fylli ég pönnurnar af mold svo að ekki vantar nema þverfingur upp á brún, dreifi frækornunum jafnt yfir mold- ina og sáldra síðan svo sem hálfs þumlungs lagi af mold þar yfir. Ég vökva moldina reglu- lega, en gætilega til þess að ekki komist hreyfing á frækornin. Ég geymi svo fræpönnumar í gluggakistunni. Fyrsta vaxtarárið þarfnast plönturnar lítillar athygli. Það eina, sem þær þarfnast, er að moldinni sé haldið rakri. Það á að vökva duglega svo að vatni gegnum affallsgatið. Fyrstu plönturnar koma í ljós eftir nokkrar vikur. Þegar þær eru orðnar um þumlungur á hæð, vel ég úr fallegustu einstakl- ingana og fjarlægi þær sem 52

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.