Úrval - 01.03.1960, Side 61

Úrval - 01.03.1960, Side 61
HEIMSOKN I FLÖTTAMANNABÚÐIR I AUSTURRÍKI URVALi Dönsk blaðakona heimsótti nýlega Gerner Nielsen, fulltrúa Rauða Kross-félaga Norður- landa í Vínarborg. Starf hans hefur verið í því fólgið að út- vega þessu fólki húsaskjól, at- vinnu og alla þá aðstoð, sem kostur hefur verið á. Þrátt fyr- ir geysimiklar gjafir og fjár- framlög, eru flóttamannabúðir ekki æskilegar vistarverur fyr- ir þetta fólk að sögn hans. ,,Eftir uppreisnina í Ung- verjalandi komu hingað um 180.000 flóttamenn. Um 10% þeirra sneru aftur heim. Kan- ada, Bandaríkin, Suður-Ame- ríka, Ástralía og Nýja-Sjáland hafa orðið heimili 87.000 flótta- fólks þessa. Mikill hluti þeirra hefur og fengið dvalarleyfi í Frakklandi, Englandi og öðrum Evrópulöndum, en 10.000 eru hér þó ennþá. Þeir eru að mestu leyti í tveim búðum, í Kagran og Asten. Okkur hefur gengið fremur vel að útvega faglærðu fólki at- vinnu, en þeim, sem enga mennt- un hafa, hefur okkur síður tek- izt að útvega dvalarstað og at- vinnu. Margt af þessu fólki er líka illa leikið andlega eftir hvers kyns hörmungar og búið að missa trúna á tilveruna. Það hefur einmitt verið okkar erf- iðasta verk að gefa því hana á ný, fá það til að vinna og trúa á sjálft sig. Þetta eru menn, sem hafa orðið að hætta námi eða ekki getað hafið nám, vegna þess að „skyldur þeirra við fósturjörðina“ hafa kallað þá út í tilgangslausar styrjaldir. I Karan-búðunum, sem eru hér skammt utan við Vínar- borg, búa um 6 þúsundir manna í einum geysistórum skála, sem líkastur er vörugeymslu. Hann er þannig innréttaður, að hann er allur þiljaður í litlar kytr- ur, svo að hver fjölskylda geti sofið aðskilin frá hinum. Oft eru allt upp í 10 manns í einum slíkum svefnskála. Við höfum komið hér upp vöggustofum og dagheimilum, svo að mæðum- ar geti farið út að vinna. Það er reynt að koma því svo fyr- ir, að allir komizt út a. m. k. tíma úr degi, ekki eingöngu vegna peninganna, heldur allt eins til að fólkið haldi andlegri heilbrigði sinni. Hér rotnar fólk andlega. Ungverjar eru menn skapmiklir og blóðheit- ir að eðlisfari, og þetta fólk er taugaveiklað og yfirspennt. Margir hafa orðið að skilja sína nánustu eftir heima í Ungverja- landi. Ötti, kvíði, öryggisleysi, ástvinamissir, allt hefur þetta hjálpazt að við að draga úr sið- ferðisþreki þess. Sambúð svo margra manna í allt of litlu og óvistlegu húsrými hefur að sjálfsögðu í för með sér stöð- uga árekstra. Öfund, ákafinn í að komast í burtu sem fyrst, jafnvel þótt það verði á kostn- að annarra, frumstæðasta hvöt mannsins, baráttan fyrir dag- legu brauði sínu og sinna, allt þetta hrekur þetta fólk út í hat- 55

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.