Úrval - 01.03.1960, Qupperneq 62
TJRVAL
HEIMSÖKN I FLÖTTAMANNABtJÐIR I AUSTURRIKI
ur og illindi. Margt af því hef-
ur einnig átt falleg heimili og
á því erfitt með að sætta sig við
kjör sín. Eymdin og ömurleik-
inn dregur úr móral þess á öll-
nm sviðum, t. d. er tala óskil-
getinna barna, sem fæðzt hafa
hér í búðunum, óhugnanlega há.
Þegar maður virðir fyrir sér
þetta sorgmædda, hrjáða fólk,
og börnin, sem ekkert hafa til
þess unnið að eiga ekkert at-
hvarf, ekkert öryggi, eigum við
aðeins eina ósk: að þau megi
eignast betra líf en foreldrar
þeirra. Samstarf margra ólíkra
þjóða hefur gefið mörgum þess-
ara landflótta manna og kvenna
nýja trú á lífið, hjálpað þeim
til að koma stoðum undir til-
veru sína á ný. I þessu skyni
efndu þær til „Flóttamannaárs-
in 1959—60“. Hér hefur verið
unnið tröllaukið átak. Og það
sem mest er um vert, þessar
ólíku þjóðir hafa sýnt og sann-
að, að þær geta, ef viljinn er
fyrir hendi, unnið í sameiningu
og skilningi að sameiginlegu
takmarki. Og það er kaldhæðn-
islegt, að þetta starf þeirra er
í því fólgið að byggja upp það,
sem þær hafa sjálfar rifið nið-
ur. Er ekki einfaldara, að við
vinnum að því í sameiningu að
koma í veg fyrir styrjaldir?
Er það ekki að byrja á byrjun-
inni? Að öðrum kosti er þetta
starf okkar í Flóttamannahjálp-
inni í líkingu við söguna um
Molbúana, sem ætluðu að bera
sólskinið inn í hús sitt í skjól-
um, af því að þeir gleymdu að
hafa á því glugga. Eigum við
ekki heldur að hafa gluggana
á húsinu strax?
(Þýtt úr dönsku).
Maður nokkur, rumur að vexti en ekki að því skapi vitur,
þóttist ekki vel frískur, fékk lyfseðil og út á hann litla öskju
með pillum.
— Taktu þetta, sagði lyfsalinn.
Daginn eftir kom maðurinn, og sagði lyfsalanum að sér liði
ekkert betur, en lyfsalinn spurði hvor hann hefði tekið pillurnar.
— Já, ég gleypti það, svaraði maðurinn.
— Gleyptir hvað? spurði lyfsalinn.
— Öskjurnar, svaraði hinn.
— Dósina og allt saman? spurði lyfsalinn hissa.
— Já, eins og þú sagðir mér.
Lyfsalinn laut fram á borðið, hristi höfuðið, rak fingur upp
að nefi mannsins, og sagði:
—Bíddu bara við, þangað til lokið dettur af þessum dósum.
)-----------------------------(
Lífið yrði lögfræðingum erfitt ef loforð væru haldin.
56