Úrval - 01.03.1960, Page 67

Úrval - 01.03.1960, Page 67
NIFLHEIMAFÖRIN Lífs eða liðinn — öðru er ekki til að dreyfa. Indverskt orðtak. I þessari sögu eru — eins og sjónhverfingamenn segja — engar blekkingar. Af hendingu rakst Jukes á þorp, sem er vit- að að er til, þótt hann sé eini Englendingurinn, sem þar hef- ur komið. Svipuð ,,stofnun“ var í útjaðri Kalkutta, og sú saga gengur, að sé farið út í miðja indversku eyðimörkina, þá hittist fyrir ekki þorp, held- ur heil borg, þar sem þeir hafa komið sér fyrir, hinir dauðu, sem dóu ekki en mega ekki lifa. Þar sem það er dagsanna að í sömu eyðimörkinni er dásamleg borg ríkra okrara, sem hafa dregið sig í hlé eftir að hafa safnað óhemju auðæfum (svo geysimiklum, að þeir geta einu sinni ekki treyst styrkri hönd ríkisstjórnarinnar þeim til verndunar, heldur leita hælis í vatnslausri auðn), kaupa sér fagrar stúlkur, byggja dýrlegar hallir og skreyta með gulli og fílabeini og marmara og perlu- móður, þá get ég ekki séð hvers- vegna saga Jukes getur ekki verið sönn. Hann er verkfræð- ingur og fæst við skipulagsupp- drætti og fjarlægðir og þess- háttar. Hann er laus við hugar- burð og fimbulfamb og segir söguna alltaf nákvæmlega eins. Hann verður í senn saltvondur og sárreiður þegar hann hugsar til þeirra virðingarlausu með- ferðar sem hann hlaut. Hann skrifaði söguna umbúðalaust í fyrstu, en síðan hefur hann skreytt hana hér og hvar og bætt inn í siðaskoðunum, svo sem hér segir: Það byrjaði allt með vægu hitasóttarkasti. Starfið hafði í

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.