Úrval - 01.03.1960, Page 75
Verið FEGURRI árið 1960
heldur en árið 1959
ÁRIÐ 1960 er gengið í garð
með hækkandi sól og lengri dag,
þ. e. meira ljós og sterkara á
hár okkar, húð okkar og föt
okkar. Takið nú þá ákvörðun,
að árið 1960 skuli vera það ár,
sem þér gerið reglulega mikið
til að líta betur út. Og þér mun-
ið komast að raun um, að það
margborgar sig. Árangurinn
verður meiri vellíðan, meiri á-
hugi við störf ykkar og þar af
leiðandi meiri afköst. Þér öðl-
izt meira sjálfstraust, ef þér
lítið eins vel út og kostur er,
dragið fram í dagsljósið þá eig-
inleika, sem þér eigið bezta, þá
fara hinir verri af sjálfu sér í
bakgrunninn. Meira sjálftraust
(sem að sjálfsögðu er allt ann-
að en sjálfsánægja) hefur í för
með sér meira starfsþrek og
meiri afköst. Sú kona, sem ekki
þarf stöðugt að vera að hugsa
um þá vankanta, sem á henni
eru, getur brosað við veröld-
inni og haft einlægan áhuga á
ýmsum hlutum og talað um þá
þannig, að hún gleymi sjálfri
sér alveg. 1 þessu liggur það
huglak, sem við köllum
„sjarma“. Margar konur fela
allt sitt líf sinn náttúrlega
sjarma, vegna þess að þær eru
stöðugt að hugsa um og hafa
áhyggjur af útliti sínu. Skrif-
stofustúlkan, sem er að vél-
rita, en er alltaf að reyna að
fela hendur sínar, af því að þær
eru illa snyrtar, er miklu verri
starfskona en sú, sem vinnur
hratt og er örugg með sjálfa
sig. Alveg eins er um húsmóð-
urina, sem sífellt er að afsaka
rauðar og þrútnar hendur sín-
ar og úfið hár, hún verður allt-
af htmdleiðinleg heim að sækja.
Það er skylda konunnar að