Úrval - 01.03.1960, Page 81

Úrval - 01.03.1960, Page 81
ÆVISKEIÐIN SJO ÚRVALi skyldulífs hans, sem er undir- staða samfélagsins, og hæfi- leika hans til skynrænnar hugs- unar, þar sem hún byggist á lærdómi og aðlögun í stað ein- faldrar eðlisvitundar. Við fyrstu athugun virðist hér vera um einfalt millibils- ástand að ræða, en ef betur er að gáð kemur í ljós, að á því fara einnig fram ýmsar rót- tækar breytingar á einstakl- ingnum. Venjan er sú, að mönnum sé um megn að auka kyn sitt fyrr en þeir eru komnir að minnsta kosti á tvítugsaldur. Og kynlíf — það er að segja háttalag í sambandi við æxlun — kemur ekki í ljós hjá spendýrum yfir- leitt fyrr en í þann mund, sem viðkoma er möguleg. Fyrr meir héldu menn að hið sama gilti um þá, og þegar Freud tók að vekja athygli á því, að kyn- ferðislegar tilhneygingar gæti að finna hjá mönnum frá blautu barnsbeini, drógu menn kenn- ingar hans mjög í efa. En nú á dögum hafa þessar tilhneyg- ingar almennt verið viðurkennd- ar, og menn hafa það fyrir satt, að þeir eigi sinn drjúga þátt í myndun persónuleika fullorð- insáranna. Það er því engu líkara, en tilkoma þessa milli-þroska- ástands hjá manninum, — sem hjá lægri dýrum virðist aðeins undanfari kynþroska, — sé að verulegu leyti einangrað fyrir- bæri. Tímabil hvolpavitsins í barnæsku, löngu fyrir kyn- þroska, gegni því hlutverki að búa manninn undir fjölskyldu- lífið og mynda skapgerð hans. Þroskaferill Þroskaferill okkar er yfirleitt háður föstum reglum, en þó ekki í hvívetna. Hann getur farið að nokkru eftir kringumstæðum — veikindum, meiðslum, and- legum áföllum svo sem ótta eða kjarkleysi, næringu — og eftir ættareinkennum. Allt þetta get- ur til dæmis haft áhrif á hvolpa- vitsaldurinn og þann andlega þroska, sem honum fylgir. Hvað utanaðkomandi áhrif snertir, er stundvísi þroskans alveg furðu- leg, — hæfileikinn til að stand- ast áætlun og herða sig, til dæmis ef veikindi eða skortur hafa heft vöxtinn. Við lok slíks kyrkingstímabils kemur ávalt bráðavöxtur: börnin, sem liðu skort á Bretlandi síðustu tvö stríðsárin, náðu eðlilegri hæð og réttum þunga á fyrstu tveim- ur árunum eftir stríðið. En auk þessara utanaðkomandi áhrifa koma svo vaxtarlagsafbrigði, sem menn eru nú fyrst að byrja að gera sér grein fyrir. Og þau eiu sérstaklega þýðingarmikil vegna þess, að þau hafa áhrif a framferði og námshæfileika ekki síður en líkamsvöxt. Mikil vinna er lögð í rann- sókn á þessum bernsku- og æskuþroska, en meira þarf til. Niðurstöður þessara rannsókna kunna að hafa mikil áhrif, — 75

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.