Úrval - 01.03.1960, Page 82

Úrval - 01.03.1960, Page 82
tJRVAL ÆVISKEIÐIN SJÖ til dæmis á skólakerfi. Sumir tólf ára drengir hafa náð eins miklum þroska, andlega og líkamlega, og aðrir drengir, sem eru fimmtán ára, jafnvel þótt endanlegur þroski þeirra kunni að vera hinn sami: þeir eru ekki frábrugðnir að greind eða fulln- aðarþroska, heldur í þroska- ferli. Og rétt eins og til eru risar og dvergar, sem eru mjög frábrugðnir eðlilegri mannlegri líkamsstærð, eins getur að finna miklar öfgar í þroska — bráðum eða seinum. Merkilegust eru þau börn, venjulega stúlkur, sem þroskast á sama hátt og hvolp- ar eða lömb: fara á mis við seinþroska millibilsástandsins. Mu ára gömul eru þessi börn orðin svipuð að þroska og eðli- legt bam er um sextán ára. Þetta er ekki sjúkleiki, heldur ættarmót, og þeim er enginn voði búinn af því. Þau ná eðli- legum aldri, og það skrýtna er, að þroskinn helzt ekki í hendur að öllu leyti. Andlegur þroski þeirra og taka fullorðinstanna koma á eðlilegum tíma. Bernsku- og þroskaskeið Við vitum að bráður eða seinn þroski er að nokkm leyti kominn undir vaxtarlagi. Við gerum athuganir á mynd- um og fleiri mælingar á börn- um, og þar sem við þurfum að fylgjast með einstaklingum en ekki hópum, tekur þetta að sjálfsögðu langan tíma. Eitt hinna merkilegu fyrirbæra er það, að þroski barna meðal hinna betur megandi þjóða virð- ist verða æ bráðari. I norðan- verðri Vestur-Evrópu hefur kynþroskaaldur stúlkna lækkað um fimm ár á síðustu öld, og tærar drengjaraddir verða sí- fellt torfvmdnari í kirkjukór- ana. Eg hygg að ástæðan kunni að vera sú, að slæmur félagsleg- ur aðbúnaður á fyrri öldum hafi seinkað kynþroskanum, og hann sé nú að færast í eðlilegt horf. En okkur leikur mikil for- vitni á að vita hverskonar sig- urverk það er, sem ákvarðar tíma kynþroskans. Við vitum það ekki enn með vissu, en það virðist vera í heilanum. Okkur fýsir ekki síður að kynnast út- búnaðinum, sem veldur því að kynlíf konunnar þrýtur á miðj- um aldri. Og umfram allt langar okkur að komast að því, hvað það er, sem orsakar þá stöðugu þurrð orku með áleit- inni feigð, sem við köllum elli. Alkemistar á miðöldum áttu sér þrjú merkileg hugðarefni. Eitt var það, að breyta frum- efnunum, annað að komast til tunglsins og hið þriðja að finna elexírinn, sem stöðva myndi hrörnun ellinnar og halda manninum ungum og frískum. En kuklið vék fyrir skynsam- legum rannsóknum. Menn sáu að þetta voru óframkvæmanleg áform, og eftirlétu þau dónum og fábjánum. Nú er frumefn- unum breytt daglega í kjarna- kljúfunum, og Rússar eru ný- 76

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.