Úrval - 01.03.1960, Page 87
fPkijítp Wi,lt
ijue:
I FJÖRBROTUM
Melinda Sayre, fögur kona og auð-
ug, hafði ráðið menn til leiðangurs
um litt kannaða frumskóga Austur-
Indlands. Átti að komast eftir upp-
runa lítillar málmplötu, sem fundizt
hafði á þessum slóðum, en hún var
svo einkennilega samsett, að vísindi
nútímans stóðu ráðþrota. Leiðangur-
inn hafði fundið sérkennilegt áhald
úr sama efni, og þar á eitthvað, sem
helzt virtist áletrun. Sérfræðingur
leiðangursins í fornmálum og jafn-
framt sá, sem söguna segir, William
Blake, gat ekki ráðið, þekkti einu
sinni ekki þessar ,,rúnir“. Einn síð-
ari hluta dags, þegar sezt hafði ver-
ið að, fóru þeir Blake og McBurney,
grasafræðingur leiðangursins, til
þess að skoða sérkennileg blóm. Mc-
Burney gekk inn milli þeirra — og
dó. Blake náði i förunauta sina, en
þegar á staðinn kom aftur, var Mc-
Burney horfinn á dularfullan hátt.
Siðar sama kvöldið kallaði Melinda
Sayre Blake í tjald sitt og sagði
honum meðal annars frá sögnum inn-
fæddra um dularfulla borg úr málmi,
„bana-blóm" og fleira, og gaf í skyn
að þetta kynni að vera frá öðrum
hnöttum. Leiðangursmenn, þar með
Blake, voru allir ástfangnir í Mel-
indu. Einn þeirra, hinn glæsilegi
veiðimaður Roy BlauWelt, þoldi ekki
hið langa eintal þeirra Melindu og
Blakes, og lauk með því, að þeir
Roy og Blake slógust af mikilli
heift. Ferðin hélt áfram, og Ioks
fannst „borgin", — en —
Við þutum ekki af stað til
skipsins í trylltri hrifningu, því
að svæðið umhverfis það var
þakið af einni tegund jurta. Það
voru hin undurfögru en ban-
vænu blóm, er McBurney hafði
sagt um rétt áður en hann dó,
að væri engu skyld á þessari
jörð. Við höfðum fundið það,
sem við leituoum að, en við
gátum ekki komizt nálægt
djásninu.
Ég fór að athuga táknin á
hlutunum frá klettaveggnum,
og sá að hér var um einhvers
konar ritmál að ræða. En ég
81