Úrval - 01.03.1960, Qupperneq 89

Úrval - 01.03.1960, Qupperneq 89
I FJÖRBROTUM ORVAL Það var Roy, sem spurði mig vandlega um atvikið, og ég lýsti' því nákvæmlega. Eftir að við höfðum snætt, fórum við að ljósmynda farar- tækið eins vel og við gátum. Ég held að við höfum öll verið niðurdregin og vonsvikin, enda þótt við værum jafnframt hrif- in, því að við gátum ekki hugs- að upp neina leið til þess að komast yfir belti hinna drep- andi jurta. Jurta, sem við gizk- uðum á að áhöfn farsins hefði gróðursett til þess að vernda sig og skip sitt. Ef til vill réðust blómin ekki á þá. Ég var að klifra niður úr tré, sem ég hafði notað fyrir Ijós- myndunarpall, þegar ég fann, fremur en heyrði, að jörðin titr- aði við. Fyrir neðan mig kallaði Mannerheim allt í einu: „Was ist?!“ Heinz, fornleifafræðing- urinn, sem hafði til þessa virzt mállaus yfir fundi okkar, fékk nú málið aftur og sagði: „Drott- inn minn! Þetta er eins og nautahjörð". Eftir stutta stund nötraði jörðin undan fótataki, og við gátum líka heyrt óp og læti, blístur og bumbuslátt, skothvelli og skarkala. Andartaki síðar komu skepnur þær, sem fóta- sparkinu ollu, í ljós vinstra meg- in við okkur, og fyrstur fór helj- armikill karlfíll. Á hæla hans kom hjörðin, tylft eða tvær af törfum, kúm og kálfum, hlaup- andi í æði undan hávaðanum að baki. Þegar forystufíllinn kom að blómabreiðunni, reyndi hann að nema staðar eins og nagdýr- ið, en óð hjörðin að baki hans blátt áfram ýtti honum inn í blómin, sitjandi, með sperrta framfætur og beljandi af skelf- ingu. Síðan flæddi hjörðin kring um hann og út í jurtabreiðuna — fílar, eins og þeir væru bom- ir áfram af flóðbylgju. Ekki einum einasta fíl tókst að komast yfir þetta gróðrar- belti, þótt þrír eða fjórir, sem síðastir fóru, kæmust langleið- ina að farartækinu. Nokkrir hinna eldri og sterkari reyndu að snúa aftur, og ráku upp ösk- ur, sem voru þess konar sam- bland af æði og ótta, að það hefði jafnvel skotið fjandanum sjálfum skelk í bringu. Hin tignarlegu dýr féllu öll. Sum reyndu að rísa á fætur aft- ur, rétt eins og McBumey, þeg- ar hann barðist við að vara mig við. Fáeinir komust oftar en einu sinni á fætur, en innan tveggja mínútna eða svo, lágu allir fílarnir dreifðir um svæðið, hreyfingarlausir og dauðir. Síðan hófst það, sem í senn var viðbjóðslegt og hryllilegt. Allt svæðið með þessum ein- kennilegu jurtum tók að iða og engjast, og fílamir, sem lágu á víð og dreif um jurtabeltið, fóru að lyftast, byltast og hendast til. Ég heyrði Melindu hvísla: „Ó, guð, nei! .. .“ en ég gat ekki slitið augun af hinni ógurlegu sjón. Skrokkur þess fílsins, sem 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.