Úrval - 01.03.1960, Side 94

Úrval - 01.03.1960, Side 94
ÚRVAL 1 FJÖRBROTUM stjamfræðilegir. Ég sneri mér mér til Wellmans. „Þeir koma aftur“, sagði ég. „Kannski þú getir ráðið í það af þessum blöðum hvenær það verður“. Á síðustu blöðunum las ég: „Ef við komumst að raun um það, þegar við komum aftur, að Maður hefur farið hinn frum- stæða veginn, og þróað með sér tækni, sem getur haft ógnun í för með sér, þá munum við eyða honum með öllu, og endur- byggja þennan fallega hnött heppilegri og hæfari tegundum. „Því að sú er skylda okkar, að hindra kyn, sem hefur vitsmuni en ekki ást, frá því að komast út í alheiminn. Við höfum neyðst til þess að þurrka út marga kynþætti, sem hafa ver- ið efnilegir, en við vonum, þeg- ar við komum hingað aftur, að það hafi verið réttlætanlegt að reyna að hjálpa fremur en út- rýma þessari tegund, sem hér byggir“. Ég sat lengi hugsi. Síðan fór ég að raða blöðunum til þess að kynna mér hvemig ÞEIR öðl- uðust gáfu ástarinnar og upp- rættu lægri hvatir. Ég hafði ekki komizt langt, þegar Well- man kallaði, og ég fór yfir til hans. Hann var náfölur, og fór aftur yfir einhverja útreikn- inga, en sagði svo hásmæltur: „Mér getur ekki skjátlast! Lýsing þeirra á afstöðu hinna nálægari stjarna og sólkerfi okkar er svo greinileg, að eng- in mistök geta átt sér stað. Bill! Þeir koma aftur innan árs!“ Við lögðum af stað út úr frumskóginum fimm dögum síð- ar, og tókum með okkur þynn- umar — og hinar ógnþrangnu fréttir fyrir mannkynið. Við höfum ákveðið að þegja um vitneskju okkar þar til við kom- um til London. Þegar litið er á þær breytingar og gjörbylting- ar, sem skýrsla okkar hlýtur að hafa í för með sér, þá er þarf- laust að segja að ábyrgðin þroskaði mig. Meðan ég þýddi meira og meira af hinum dýr- mætu skjölum, og hugsaði um mannkynið, sem brátt myndi verða dæmt eða frelsað, þá rann það upp fyrir mér, að ótti minn lítilfjörlegur og persónulegur, hafði verið heldur bamalegur og nauða ómerkilegur. En svo afdrifarík era þau tímamót, sem fram undan eru, að ég næstum hika við að skýra frá einni lítilli staðreynd enn (þótt mér þyki hún undursam- leg og dásamleg), sem sé þeirri, að í Rangoon varð Melinda Sayre konan mín. (tír „Suspense"). S □ G U L □ K 88

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.