Saga


Saga - 2020, Page 175

Saga - 2020, Page 175
Þetta getur gengið mann fram af manni, þannig að hver tekur upp eftir öðrum og fer jafnvel að trúa því að hugdetturnar séu staðreyndir (Ármann víkur að einu frægu dæmi um þetta, að Snorri sé höfundur Egils sögu). En svo kemur alltaf, fyrr eða síðar, einhver eins og Auður Ingvarsdóttir sem leggur fram andstæða hugdettu og hleður að henni jafnveikum rökum og spyr réttilega: Á ekki að taka jafnmikið mark á þeim? Og þá verður gjarnan fátt um svör og helsta viðbragðið að láta eins og ekkert hafi í skorist. Ég geri þetta að sérstöku umtalsefni af því að ég held að það varpi ljósi á þær áhyggjur sem svífa mjög greinilega yfir vötnunum í seinni helmingi þessa rits. Það eru áhyggjurnar af sannleiksgildi Landnámabókar og kenni- valdi þeirra sem telja sig hafa vit á því hvað sé satt og logið í henni. Ármann fjallar um hvernig trúin á sannleiksgildi Landnámu er eins og álög á þjóðar- sálinni. Hann greinir ádeilu Kristínar Geirsdóttur á fræðimennsku Svein - bjarnar Rafnssonar og sýnir skýrt hvers vegna það skipti Kristínu svo miklu máli að fá að trúa því að Landnámabók sé sönn. Hann setur það í samhengi við þær hröðu samfélagsbreytingar sem gengu yfir Ísland á tuttugustu öld og þörfina fyrir goðsögur sem veittu tengsl við fortíðina og þar með huggun og traust í umróti aldarinnar. Marion Lerner bregður ljósi á það sama frá öðru sjónarhorni. Hún fjallar um hvernig nýjar samfélagshreyfingar á fjórða áratug tuttugustu aldar — ferðafélög — sóttu fyrirmyndir og kraft í sögur um landnám Íslands. Þar er það raunar hugmyndin um landnám sem slík, fremur en endilega sannleiksgildi Landnámbókar í einstökum atriðum, sem skipti meginmáli þó ekki sé að efa að almenn tröllatrú á sannindin hafi blásið mjög í glæðurnar. Marion dregur það ekki fram, en dæmið sem hún tekur af ferðafélögum sýnir afar vel hvernig þetta snýst í raun og veru allt saman um eignarhald. Ferðafélögin vildu eigna sér óbyggðirnar, helga þær sínu gildis- mati og sinni menningu, þeirri skoðun að landið hafi annan og meiri tilgang en bara að framleiða sauðakjöt, og að skrifstofumenn og búðarlokur úr bæj- unum eigi sama rétt og gangnamenn og landpóstar að ferðast um það og njóta þess. Þessar skoðanir voru, þegar þær komu fram, algerlega nútímaleg- ar og áttu sér bókstaflega engar rætur í íslenskri sögu eða menningu. Samt fór ferðafélagsfólk, og raunar öll sú kynslóð sem stóð í því að tosa íslenskt samfélag inn í nútímann, létt með að finna í þjóðararfinum fyrirmyndir og réttlætingar fyrir því sem þau voru að gera. Kristín Geirsdóttir var af þessari kynslóð og hún upplifði það þannig að fræðimenn eins og Sveinbjörn væru að taka frá sér eitthvað sem henni var kært, og skipti hana máli, en skipti þá engu máli enda lögðu þeir ekki fram neitt nýtilegt í staðinn fyrir það sem þeir höfðu rifið niður. Það er nokkuð til í þessu og má segja að þarna liggi hundurinn grafinn: Fræðasamfélagið hefur viljað eigna sér Landnámabók til niðurrifs á afviknum stað og ekki boðið upp á neina samræðu við almenning um málið. Helgi Þorláksson skynjar þessa spennu og reynir (í báðum grein- um sínum) að berja í brestina en tekst aðallega að sýna fram á hversu óbrú- anleg þessi gjá hefur orðið með árun um. Helgi bendir á að það sé alsiða utan ritdómar 173
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.