Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 23

Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 23
SVK Reykjavík barnanna Linda Ólafsdóttir og Margrét Tryggvadóttir Hér er stiklað á stóru um sögu Reykjavíkur í bók sem er í senn fróðleiksnáma og listaverk fyrir alla fjölskylduna. Bókin hlaut Fjöruverðlaunin, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og myndlýsingarnar hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkur. Eftir sömu höfunda og Íslandsbók barnanna. 97 bls. Forlagið - Iðunn SVK Hæ Sámur Risastóra límmiðabókin Jenny Landreth Þýð: Elín G. Ragnarsdóttir Myndh: Grant Orchard Þetta er langstærsta límmiðabókin hans Sáms! Ertu RISA kríli? Auðvitað ertu það! Komdu með okkur í Krílakot, þar er allt fullt af skemmtilegum RISA þrautum, leikjum og límmiðum. Ah-voff! 64 bls. Drápa IB Laddi Snjókorn falla – skemmtilegustu jólalögin Jón Ólafsson Myndh: Úlfur Logason Þjóðargersemin Laddi syngur hér öll skemmtilegustu jólalögin ásamt gömlum heimilisvinum við undirleik Jóns Ólafssonar. Eiríkur Fjalar, Dengsi, Skrámur, Elsa Lund og Skúli rafvirki koma öll við sögu og við syngjum með. Kynslóðirnar eru hér sameinaðar undir jólatrénu og hinn sanni jólaandi færist yfir stofuna. Ýttu á takkann, veldu lag og syngdu með. 52 bls. Sögur útgáfa SVK Spæjarastofa Lalla og Maju Lærðu að reikna Þýð: Æsa Guðrún Bjarnadóttir Myndir: Helena Willis Fjörlegar þrautabækur fyrir fróðleiksfúsa 5–7 ára krakka sem vilja æfa sig að skrifa tölurnar og taka fyrstu skrefin í reikningi með aðstoð Lalla og Maju, spæjaranna frægu úr Ráðgátubókunum. Leystu þrautirnar, teiknaðu, litaðu og límdu límmiða. Bækurnar henta sérlega vel í aftursæti, á stofugólf, eldhúsborð og undir sæng. 24 bls. Forlagið - Mál og menning SVK Spæjarastofa Lalla og Maju Lærðu að skrifa Þýð: Æsa Guðrún Bjarnadóttir Myndir: Helena Willis Fjörlegar þrautabækur fyrir fróðleiksfúsa 5–7 ára krakka sem vilja æfa sig að skrifa stafina og stafsetja einföld orð með aðstoð Lalla og Maju, spæjaranna frægu úr Ráðgátubókunum. Leystu þrautirnar, teiknaðu, litaðu og límdu límmiða. Bækurnar henta sérlega vel í aftursæti, á stofugólf, eldhúsborð og undir sæng. 24 bls. Forlagið - Mál og menning IB Mannslíkaminn Joëlle Jolivet Myndh: Joëlle Jolivet Þýð: Sverrir Norland Ævintýraferð um undraheima mannslíkamans. Mannslíkaminn er glæsileg bók þar sem lesendur kynnast ólíkum hlutum líkamans með því að lyfta upp alls 37 flipum. Á skýran og skemmtilegan hátt leiðir bókin okkur í gegnum vöðvana, taugarnar, æðakerfið, beinagrindina, meltingarkerfið, heilann, meðgönguna … Bók handa forvitnu fólki á öllum aldri. 16 bls. AM forlag Hó,hó,hó! Jólabóka-bókahól! B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 23GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Barnabækur FR ÆÐI OG BÆKUR ALMENNS EFNIS

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.