Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 28

Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 28
KIL Á eigin vegum Kristín Steinsdóttir Sigþrúður er ekkja og vinnur fyrir sér með blaðburði. Hún er ein, fólkið hennar er horfið á braut, en djúpt í sálinni búa draumar um annað líf, annað land. Þessi vinsæla saga kom fyrst út 2006. Fyrir hana fékk Kristín Steinsdóttir Fjöruverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Nú hefur leikgerð sögunnar verið sett á svið. 136 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell RAF HLB Ástarsaga Steinunn Ásmundsdóttir Franskur ljósmyndari og íslensk stúlka kolfalla hvort fyrir öðru helgina sem Reagan og Gorbatsjev funda í Höfða í Reykjavík haustið 1986. Saga um ofsafengna ást, stórveldaslag, kjarnorkukvíða og hvernig Reykjavíkurfundurinn breytti heiminum. Eftir höfund Manneskjusögu. www.yrkir.is. 155 bls. / H 5:30 klst. Yrkir hugverkaútgáfa IB Biluð ást Sigurjón Magnússon Nanna er látin – konan sem Jóhann Máni elskaði. Það var biluð ást. Hér segir frá harkalegum örlögum manns sem hafði margt til brunns að bera, var gæddur góðum gáfum, óvanalegu líkamlegu atgervi og hugdirfsku. En ástina kunni hann ekki að varast. Mögnuð bók eftir einn okkar fremsta höfund. 482 bls. Ormstunga KIL RAF HLB Blinda Ragnheiður Gestsdóttir Þegar sjónin dofnar og myrkrið færist nær verður eitt skýrt og augljóst. Glæpsins þarf að hefna. En hvernig? Sólveig er ósköp venjuleg kona; tæplega sextug ekkja, móðir og amma. Glæpur sem framinn var fyrir mörgum árum hefur mótað líf hennar og fjölskyldunnar, þótt enginn viti af honum nema hún sjálf. Og hann. Sá sem þarf að deyja. 216 bls. Björt bókaútgáfa - Bókabeitan IB Breytt ástand Berglind Ósk Frumlegar og áleitnar sögur Berglindar draga upp djarfa mynd af íslenskum samtíma. Þær ögra lesandanum og sýna að leiðin frá kyrrlátu reykvísku úthverfi yfir í jaðar samfélagsins er styttri en flesta grunar. „Ein sterkasta frumraun sem ég hef komist í.“ – Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur. 158 bls. Sögur útgáfa Skáldverk ÍSLENSK KIL RAF 10 dagar (í helvíti) Magnús Lyngdal Magnússon Miðaldra endurskoðandi vaknar upp við vondan draum í fangaklefa á þriðjudagsmorgni. Hvernig lenti hann þarna inni? Hvað gerði hann? Framdi hann glæp? Drap hann kannski einhvern? Allt er í þoku. Fyndin og áleitin saga um sjálfsskoðun og krísu. 148 bls. Bjartur IB Aldrei nema vinnukona Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir Þuríður Guðmundsdóttir er vinnukona í Skagafirði og Húnavatnssýslum á síðari hluta 19. aldar. Þegar hún er á fertugsaldri er fjöldi fólks að flytja til Ameríku. Það verður til þess að hún ákveður að slást í hópinn upp á von og óvon. Á leiðinni gerist ýmislegt sem hana óraði ekki fyrir. 243 bls. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir RAF HLB Andnauð Jón Atli Jónasson Lesari: Svandís Dóra Einarsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Haraldur Ari Stefánsson Árið 1990 leggur lögreglumaðurinn Kristján allt undir til að komast til botns í röð kynferðisbrota. Þrjátíu árum síðar finnst maður nær dauða en lífi í íbúð í Hafnarfirði. Munir í íbúðinni flækja mál lögreglukonunnar Láru. Við tekur æsispennandi kapphlaup við tímann þar sem Lára getur ekki treyst neinum, síst af öllu sjálfri sér. H 7:41 klst. Storytel KIL RAF Auðlesin Adolf Smári Unnarsson Bráðfyndin og beitt samfélagsádeila sem tekst á við þær stóru siðferðis- og sjálfsmyndarspurningar sem þúsaldarkynslóðin stendur frammi fyrir. Eru góðverk einhvers virði ef ekki er hægt að stæra sig af þeim á samfélagsmiðlum? Og hvað gerir „alvöru“ skáld þegar fé og frami bjóðast fyrir að skrifa froðukennda metsölubók? 235 bls. Forlagið - Mál og menning Skáld verk Íslensk B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa28 Skáldverk ÍSLENSK

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.