Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 30

Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 30
KIL RAF HLB Getnaður Heiða Vigdís Sigfúsdóttir Getnaður vann samkeppni Forlagsins Nýjar raddir 2022. Hnyttnar og hispurslausar ástarsögur um þrítuga Reykvíkinga sem fléttast saman á óvæntan hátt. Djammið dunar en fullorðinspressan fer sívaxandi – en er tímabært að búa til barnabarn handa mömmu þegar ekki er einu sinni hægt að vera sammála um sjónvarpsdagskrána? 149 bls. Forlagið IB Glaðlega leikur skugginn í sólskininu Steinn Kárason Drengur vex upp í sjávarþorpi við fjörð sem fóstrar blómlegar sveitir. Hann sér eitt og annað sem aðrir skynja ekki. Það reynist honum þungt í skauti. Ógeðfelldir atburðir gerast í lífi fólksins. Mannlegur breyskleiki birtist í ýmsum myndum. Sannleikur þolir ekki dagsljós. Hlýr blær og glettni ríkja í sögunni þrátt fyrir skuggalegt baksvið. 238 bls. Steinn útgáfa IB RAF HLB Gratíana Benný Sif Ísleifsdóttir Framhald Hansdætra. Framtíðarvonir Gratíönu eru að engu orðnar eftir árin í Bótarbugt en Evlalía móðir hennar er óbuguð enn. Með kænsku kemur hún Gratíönu suður og markar nýja stefnu fyrir þær Ásdísi litlu. En ekki allar mæður komast frá börnunum sínum. Áhrifarík og hjartastyrkjandi skáldsaga um sögupersónur sem lifa áfram með lesandanum. 351 bls. Forlagið - Mál og menning IB Guli kafbáturinn Jón Kalman Stefánsson Miðaldra rithöfundur staddur í almenningsgarði í London á brýnt erindi við Paul McCartney sem situr þar undir tré. Fortíðin sækir á hann í líki gamals Trabants þar sem sitja m.a. faðir hans og Guð með vodkaflösku, mamma hans og heill kirkjugarður af dánu fólki. Skáldsaga um listina, dauðann og þó miklu frekar um lífið, ímyndunaraflið og Bítlana. 336 bls. Benedikt bókaútgáfa IB RAF Gættu þinna handa Yrsa Sigurðardóttir Fimm vinir halda til Vestmannaeyja um miðjan vetur. Tilefnið er sorglegt, jarðarför gamallar vinkonu, en endurfundirnir eru líka ánægjulegir. Fljótlega verður þó ljóst að þau eiga óuppgerð mál úr partíi sem þau héldu sjö árum fyrr á stúdentagarði og hlaut örlagaríkan endi. Og ekki er víst að allir eigi afturkvæmt úr þessari ferð. 335 bls. Veröld IB Eden Auður Ava Ólafsdóttir Málvísindakona, sérfræðingur í fámennistungumálum, ákveður að breyta landi þar sem ekkert grær í Edenslund. Hjá íbúum í nálægu þorpi kviknar óvæntur áhugi á málvísindum. Á fjörur söguhetju rekur handrit að ljóðabók fyrrverandi nemanda hennar sem fjallar um ást ungs karlmanns á eldri konu. Eden fjallar um mátt orðsins og ábyrgðina sem við berum. 240 bls. Benedikt bókaútgáfa IB RAF Eitt satt orð Snæbjörn Arngrímsson Á köldu októbersíðdegi sigla Júlía og Gíó, maður hennar, saman út í hinn sögufræga Geirshólma í Hvalfirði vegna verkefnis sem Júlía hefur tekið að sér. Hún snýr hins vegar þaðan aftur ein síns liðs. Hvað gerðist í kjölfar þess að hún yfirgaf manninn sinn á þessu eyðiskeri? Og svo virðist maðurinn horfinn af yfirborði jarðar. 395 bls. Bjartur KIL RAF Elsku sólir Ása Marin Systurnar Ársól og Sunna þurfa að halda fyrirvaralaust til Spánar til að hitta móður sína sem er við dauðans dyr. Æskuvinkona móðurinnar slæst með í för en í Andalúsíu tekur við atburðarás sem engin þeirra átti von á. Elsku sólir er spennandi saga sem fer með lesanda um heillandi borgir og blómlegar sveitir Andalúsíu. 271 bls. Forlagið - JPV útgáfa IB KIL Ég var nóttin Reykjavíkursaga Einar Örn Gunnarsson Ungur laganemi leigir kjallaraherbergi í stóru einbýlishúsi í Þingholtunum. Leigusalarnir eru roskin hjón sem lifa í fortíðinni. Smám saman áttar stúdentinn sig á að þau eru ekki öll þar sem þau eru séð. 224 bls. Ormstunga IB RAF Gegn gangi leiksins - ljóðskáld deyr Bragi Ólafsson Sjö ár eru liðin frá því ljóðskáldið Svanur Bergmundsson losnaði úr klefa sínum á Litla-Hrauni, eftir að hafa afplánað dóm fyrir manndráp. Hann býr nú tímabundið í íbúð systur sinnar í Þingholtunum sem er til sölu. Á fallegum haustdegi bankar ungt par upp á hjá Svani, og vill skoða íbúðina. 157 bls. Bjartur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa30 Skáldverk ÍSLENSK

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.