Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 32

Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 32
IB RAF Ljósagangur Dagur Hjartarson Við Hringbraut fer að heyrast undarlegur niður og smám saman fjölgar dularfullum fyrirbrigðum. Vísindamenn standa á gati. Hlutabréfamarkaðurinn tekur dýfu. Ljóðabækur yfirtaka metsölulistana. Kettir hverfa unnvörpum. Og ástin blómstrar hjá ungu pari í Hlíðunum. Þegar eðlisfræðin og ljóðið mætast verður til Ljósagangur, skáldsaga engri lík. Forlagið - JPV útgáfa KIL RAF Lok lok og læs Yrsa Sigurðardóttir Kiljuútgáfa af þessari vinsælu bók. Á köldu vetrarsíðdegi fer nágranni að huga að auðugri fjölskyldu í Hvalfjarðarsveit sem ekki hefur svarað skilaboðum. Við honum blasir skelfileg aðkoma. Hvað gerðist hjá þessum nýju ábúendum? 413 bls. Veröld KIL RAF Lungu Pedro Gunnlaugur Garcia Fjölskrúðug skáldsaga sem teygir anga sína vítt og breitt um 20. öldina. Jóhanna tekur upp af rælni ættarsöguna sem faðir hennar skrifaði. Þar fléttast saman sögur af brostnum draumum, töfrum og forboðnum ástum – sem smám saman draga fram í dagsljósið leyndarmál sem legið hefur í þagnargildi í heila mannsævi. 391 bls. Bjartur KIL Mannsmyndin Guðrún Guðlaugsdóttir Bláleitur litur á líki verður Ölmu Jónsdóttur blaðamanni að rannsóknarefni. Hún er að þreifa sig áfram á nýjum slóðum, taka hlaðvarpsviðtal. Dulrænar sýnir viðmælanda hennar vekja óhug og einnig bernskuár hans og fortíð þar sem undarleg dauðsföll koma við sögu. 229 bls. GPA IB KIL RAF Merking Fríða Ísberg Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til samkenndarprófsins, byltingarkenndrar tækni sem spáð getur fyrir um andfélagslega hegðun. Framundan er þjóðar- atkvæðagreiðsla um málið sem snertir líf persónanna með ólíkum hætti. Merking er fyrsta skáldsaga eins eftirtektarverðasta höfundar landsins og hlaut frábærar viðtökur þegar hún kom út. 266 bls. Forlagið - Mál og menning IB RAF Játning Ólafur Jóhann Ólafsson Tveir íslenskir námsmenn, Elísabet og Benedikt, kynnast í Leipzig skömmu fyrir hrun múrsins. Þau fella hugi saman en líf þeirra tekur óvænta stefnu þegar yfirvöld fara að sýna þeim áhuga. Áratugum síðar neyðist Elísabet skyndilega til að minnast þessara löngu liðnu daga sem hún vill síst af öllu rifja upp. 390 bls. Veröld IB RAF HLB Kákasusgerillinn Jónas Reynir Gunnarsson Bára er hugfangin af öllu sem fólk notar til að breyta líðan sinni. Í grúski rekst hún á Eirík Mendez, áhugaljósmyndara sem lést ungur að árum en tengdist vafasömum tilraunum með ofskynjunarlyf. Jónas Reynir hefur vakið mikla athygli fyrir sögur sínar og var sú síðasta, Dauði skógar, tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. 233 bls. Forlagið - Mál og menning IB RAF HLB Kyrrþey Arnaldur Indriðason Vægðarlaus glæpasaga um þrúgandi þögn og heitar tilfinningar. Í fórum látins manns finnur ekkja hans lúna skammbyssu sem reynist vera morðvopn úr gömlu og óupplýstu máli. Forvitnin grípur Konráð, fyrrverandi lögreglumann, vegna sams konar vopns sem faðir hans átti og leiðir hann á vit fortíðar. Og úr djúpi tímans birtist fleira en hann óraði fyrir. 283 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell KIL RAF HLB Leyniviðauki 4 Óskar Magnússon Þriðja bókin um Stefán Bjarnason verjanda sem er hörkutól í dómsal en eins og leir í höndum fagurra fljóða. Hrottalegt morð er framið í bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði og Íslendingur er grunaður um verknaðinn. Það flækir stöðuna mjög að Bandaríkjamenn krefjast þess að fá forræði málsins og hóta brottflutningi Varnarliðsins. 322 bls. Forlagið - JPV útgáfa IB Lindarbrandur Hjálmar Þór Jensen Lindarbrandurinn hefur staðið fastur í svörtum steini svo árþúsundum skiptir. Þegar sverðið hverfur svo með dularfullum hætti bendir allt til þess að Malena hafi tekið það...en hvar er hún? Amma hennar Rúna og málaliðinn Hervar hefja leit að henni - því hver ætti annars að gera það? Bókasamlagið B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa32 Skáldverk ÍSLENSK

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.