Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 36

Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 36
IB RAF HLB Varnarlaus Jónína Leósdóttir Sálfræðingurinn Adam er rétt mættur í vinnuna þegar barni er rænt úr afgreiðslunni. Skömmu síðar platar fyrrverandi eiginkonan Soffía hann til að taka að sér flókið og vafasamt mál fyrir lögregluna. Varnarlaus er önnur sagan um Adam og Soffíu en sú fyrsta, Launsátur, hlaut frábærar viðtökur. 337 bls. Forlagið - Mál og menning RAF HLB Við erum bara að reyna að hafa gaman Halldór Armand Ásgeirsson Lesari: Halldór Armand Ásgeirsson Hvers vegna er Doritos þjóðarsnakk Íslendinga? Hvað getum við lært um ást af kvikmyndinni Groundhog Day? Af hverju eigum við að varast drauma okkar? Og af hverju er svona erfitt að reyna að hafa gaman? Í þessari bráðskemmtilegu bók reynir Halldór Armand að svara þessum spurningum og fjölda annarra. H 5:57 klst. Storytel KIL RAF Vængjalaus Árni Árnason SSSól í Sjallanum, döggvott gras í íslenskri sumarnótt, nætursund og allt sem hefði getað orðið ... Sumarið er 1996. Baldur er rúmlega tvítugur, Auður ellefu árum eldri. Af tilviljun liggja leiðir þeirra saman norður á Akureyri, einn dag og eina nótt, og fundur þeirra á eftir að hafa mikil áhrif á líf beggja. 212 bls. Bjartur RAF HLB Yfirsjónir Hlín Agnarsdóttir Lesari: Orri Huginn Ágústsson, Þrúður Vilhjálmsdóttir, Örn Árnason, Ævar Þór Benediktsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir Yfirsjónir er safn fimm samtengdra smásagna sem hverfast um ofbeldi og afleiðingar þess. Sjónarhornið er oft óvænt og frásögnin margslungin. Sérhver saga er sjálfstætt verk. Sögurnar geta bæði verið nístandi sorglegar og launfyndnar en allar eiga þær það sammerkt að hitta lesandann í hjartastað. H 3:18 klst. Storytel SVK Tættir þættir Þórarinn Eldjárn Þrjátíu og sjö áður óbirtir þættir sem fara úr einu í annað um hitt og þetta. Þar á meðal reynslusögur, minningar, athuganir, viðhorf, áhorf, sagnir og smælki. Auk þess nokkrar ferilskrár. Meðal efnis: Nytjadraumar, Snorralaug í Helgadal, Nokkrar Bessastaðasögur, Þrír Halldórar, Skakkur ansats, Hirðskáldið, Hirðf íflið, Kristmann og Ursus. 184 bls. Gullbringa ehf. IB RAF Usli Gjálífi, þrætur og þras Úlfar Þormóðsson Ásmundur Gunnlaugsson fæddist 1789, lærði til prests og fékk síðan brauð á Siglufirði. Hann var drykkfelldur og átti í miklum erjum við sveitunga sína – oftar en ekki vegna þess að hann þótti mikill kvennaljómi og notfærði sér það. Hann missti embætti, hrökklaðist yfir í Skagafjörð, hélt þar uppteknum hætti og átti margbreytilegt líf og kostulegt. 221 bls. Veröld KIL RAF Úti Ragnar Jónasson Kiljuútgáfa af þessari vinsælu bók. Óveðursnótt í nóvember. Fjórir vinir leita skjóls í litlum veiðikofa uppi á heiði. Margt er þó hættulegra en stórhríð um vetur. Og ekki munu allir komast lífs af. 261 bls. Veröld IB RAF Útsýni Guðrún Eva Mínervudóttir Sigurlilja er ung kona „sem passar ekki inn í normið“, eins og móðir hennar segir, og gædd óvenjulegri gáfu sem einfaldar ekki líf hennar. Þegar Teresa frænka hennar á Bakkafirði deyr kemur í hennar hlut að fara þangað norður og ganga frá dánarbúinu. Þá kemur í ljós að allir hafa eitthvað að fela – og sýna. 368 bls. Bjartur Verslaðu heima! B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa36 Skáldverk ÍSLENSK

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.