Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 37

Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 37
SVK Þræðir í lífi Bertu Elínborg Angantýsdóttir Kona freistar þess að vinna sig út úr sálarháska með því að skrásetja lífssögu sína í samhengi við sögu stórfjölskyldu sinnar og sveitunga. Áratugirnir sem þessi látlausa og fagra frásögn spannar gefa lesendum tilfinningu fyrir óstöðvandi framgangi tímans og þeirri fléttu sársauka og gleði, ógna og sigra sem hverfult mannslíf er. 287 bls. Elínborg Angantýsdóttir KIL Smásögur Þær líta aldrei undan Nunca apartan la mirada Kristinn R. Ólafsson Smásagnasafn eftir fréttaritarann og leiðsögumanninn Kristin R. Ólafsson. Sögurnar spanna allt frá glæpum og harmgáska til hins dularfulla, ef ekki dulúðlega, þar sem fyrir kemur morðingi í Garðabæ, sveimhuga Bóluhjálmar og konur sem líta aldrei undan. Ritað á mergjaðri íslensku Eyjamannsins. Tvímála bók, ísl. og spænsk. 421 bls. Bókaútgáfan Sæmundur SVK Þöglu myndirnar / Pensilskrift Smáprósar I og II Gyrðir Elíasson Í sagnaveröld Gyrðis Elíassonar getur allt gerst. Í þessu tímamótaverki sem geymir 377 smáprósa rúmast ógrynni af persónum, sögum, þankabrotum, atburðum og hvers kyns spunaþráðum. Áföll og eftirsjá, fyrirboðar og feigð, ógn og eftirvænting, ást og andstæður. Tveggja binda lestrarupplifun sem hægt er að gleyma sér við í tíma og ótíma. 538 bls. Dimma KIL Öxin og jörðin Ólafur Gunnarsson Með aftöku Jóns Arasonar og sona hans hvarf öll mótspyrna gegn hinum nýja lúterska sið og danska konungsvaldinu á Íslandi. Öxin og jörðin er söguleg skáldsaga um trú og efa, sjálfstæði og kúgun þar sem fjöldi einstaklingur stíga ljóslifandi fram úr þoku fortíðar. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2003. 366 bls. Forlagið KIL Yrði það ekki dásamlegt ... Anna Lísa Björnsdóttir Rithöfundurinn Saga Hugadóttir kannar uppruna meintra kraftaverkalækninga á afskekktum sveitabæ. Nostalgía og notalegheit ásamt uppgjöri við dauðann og gamla drauga varða leið að uppgötvun sem hana óraði ekki fyrir. „Spennusaga um hugann, fékk gæsahúð í 21 sek. við að lesa síðustu setninguna, mæli 100% með henni!" - Matti Ósvald, atv.markþjálfi. 194 bls. Anna Lísa Björnsdóttir KIL RAF Ýmislegt um risafurur og tímann Jón Kalman Stefánsson Sögumaður rifjar upp viðburðaríka sumardvöl í Noregi þegar hann var 10 ára. Drengurinn lifir í frjóum hugarheimi, draumar og persónulýsingar einkennast af barnslega auðugu ímyndunarafli. Hann leikur við vini sína og Tarzan og Léttfeta, enska og þýska tindáta. Og Bítlarnir koma inn í líf hans. Fjórða skáldsaga höfundar, frá árinu 2001. 216 bls. Benedikt bókaútgáfa KIL Þagnarmúr Arnaldur Indriðason Í kjallara í Reykjavík finnast hrottaleg leyndarmál múruð í vegg. Konráð er hættur í lögreglunni en stöðugt með hugann við illvirki fortíðar og ákafi hans vekur spurningar: Hvers vegna sagði hann ósatt um atburði dagsins þegar faðir hans var myrtur? Hverju hefur hann þagað yfir öll þessi ár? Átakanleg saga um ofbeldi, varnarleysi og þungbæra þögn. 303 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell KIL Þegar kóngur kom Helgi Ingólfsson Litrík og spennandi söguleg skáldsaga sem gerist við fyrstu konungskomu til Íslands 1874. Ung stúlka finnst myrt á komudegi konungs og barn hennar er horfið. Rannsókn málsins verður að fara fram í kyrrþey svo ekki hljótist hneykslan af. Við sögu kemur fjöldi þjóðþekktra manna. Bókin hlaut Blóðdropann – verðlaun Hins íslenska glæpafélags árið 2010. 390 bls. Ugla IB RAF HLB Þetta rauða, það er ástin Ragna Sigurðardóttir Elsa ætlar að verða listamaður þótt fyrirmyndirnar séu fáar um miðja 20. öld. En það krefst fórna. Áhrifarík saga um unga konu sem berst fyrir því að láta drauma sína rætast en ber eftir það sár sem hún getur ekki rætt við nokkurn mann. Ragna hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir bækur sínar, nú síðast sagnasafnið Vetrargulrætur. 272 bls. Forlagið - Mál og menning www.boksala.is Vertu ekki bókalaus á jólanótt B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 37GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÍSLENSK

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.