Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 38

Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 38
KIL RAF HLB Aðeins ein áhætta Simona Ahrnstedt Þýð: Elín Guðmundsdóttir Ambra Winter er blaðamaður. Henni er falið að skrifa um atburði í bænum Kiruna, nyrst í Svíþjóð. Þegar hún kemur í þetta litla samfélag vakna óþægilegar minningar. En það eru fleiri en hún sem þurfa að horfast í augu við fortíð sína. Meðal annars sérsveitarmaðurinn fyrrverandi sem sest hefur að í kofa úti í skógi og hún laðast að ... 527 bls. Ugla IB RAF Aðgát og örlyndi Jane Austen Þýð: Silja Aðalsteinsdóttir Fyrsta bók Jane Austen og ein sú vinsælasta. Hér segir frá Marianne og Elinor, tveimur systrum með ólíkt lundarfar, og vonum þeirra og vonbrigðum í ástamálum. Sagan kemur nú út á íslensku í fyrsta sinn í frábærri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur sem einnig ritar eftirmála. 400 bls. Forlagið - Mál og menning KIL RAF HLB John Adderley - fyrsta bók Að leikslokum Peter Mohlin og Peter Nyström Þýð: Sigurður Þór Salvarsson Þegar sænskættaði FBI-fulltrúinn John Adderley vaknar á sjúkrahúsi í Baltimore með skotsár á brjósti veit hann að hann er stálheppinn að vera á lífi. Á sömu sjúkrastofu liggur maðurinn sem beindi byssu að honum sólarhring áður. Að leikslokum er fyrsta bókin um John Adderley. Bókin var valin besta nýja glæpasagan í Svíþjóð 2020. 544 bls. / H 17:29 klst. MTH útgáfa KIL Að vestan Íslensk-kanadískar smásögur Þýð: Guðrún Björk Guðsteinsdóttir Ritstjóri: Birna Bjarnadóttir W. D. Valgardson, David Arnason og Kristjana Gunnars hafa tekið margvíslegan þátt í að móta ímynd íslenska frændgarðsins í Kanada en eru þó fyrst og fremst kanadískir höfundar. Með sögum sínum veita þau innsýn í margbreytilegt líf og hugsun vestan hafs. Um leið upplýsa sögurnar í bókinni lesendur um mikilvægi og grósku smásagnahefðarinnar í Kanada. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan KIL RAF HLB Allt eða ekkert Simona Ahrnstedt Þýð: Friðrika Benónýsdóttir Lexia Vikander finnst hún ekki eiga heima meðal tággrannra kvenna í auglýsingageiranum sem telja kalóríur í hvert mál. Nýr eigandi hefur tekið við fyrirtækinu sem hún vinnur hjá og það er altalað að mörgum verði sagt upp. Til að hressa sig við bregður Lexia sér á bar. Þar sest við hliðina á henni myndarlegasti maður sem hún hefur séð ... 452 bls. Ugla Skáldverk ÞÝDD KIL RAF HLB 1795 Niklas Natt och Dag Þýð: Hilmar Hilmarsson Þriðji og síðasti hluti hins myrka metsöluflokks sem gerist í Stokkhólmi í lok átjándu aldar. Tycho Ceton leikur enn lausum hala og bruggar djöfullegar áætlanir til að uppfylla kvalalosta valdamikilla manna. En hann er með Mickel Kardell og Emil Vinge á hælunum, sem vita vel að tíminn er að renna þeim úr greipum. 476 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL 22.11.63 Stephen King Þýð: Þórdís Bachmann Hvað ef maður gæti farið til baka í tíma og breytt gangi sögunnar? Hvað ef vatnaskilin sem maður gæti breytt væri morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta? Árið 2011 heldur enskukennarinn Jake Epping í ævintýralegan leiðangur með það fyrir augum að koma í veg fyrir morðið á JFK 22. nóvember 1963. – Eitt af meistaraverkum konungs sálfræðitryllanna 840 bls. Ugla KIL 500 mílur frá mér til þín Jenny Colgan Þýð: Helga Soffía Einarsdóttir Alyssa Westcott kallar ekki allt ömmu sína, enda hefur hún unnið lengi sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku í London. Þegar hún verður vitni að hræðilegu banaslysi, sem hún nær ekki að henda reiður á, hrynur tilvera hennar. 432 bls. Angústúra KIL Að drepa hermikráku Harper Lee Þýð: Sigurlína Davíðsdóttir Að drepa hermikráku kom fyrst út í Bandaríkjunum undir heitinu To Kill a Mockingbird árið 1960 og hefur nú selst í yfir 40 milljónum eintaka. Höfundur bókarinnar, skáldkonan Harper Lee, hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir hana en bókin er afar áhrifamikil og frábærlega skrifuð þar sem kímni og alvarleiki renna saman í töfrandi frásögn. 400 bls. Almenna bókafélagið Þýdd B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa38 Skáldverk ÞÝDD

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.