Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 38

Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 38
KIL RAF HLB Aðeins ein áhætta Simona Ahrnstedt Þýð: Elín Guðmundsdóttir Ambra Winter er blaðamaður. Henni er falið að skrifa um atburði í bænum Kiruna, nyrst í Svíþjóð. Þegar hún kemur í þetta litla samfélag vakna óþægilegar minningar. En það eru fleiri en hún sem þurfa að horfast í augu við fortíð sína. Meðal annars sérsveitarmaðurinn fyrrverandi sem sest hefur að í kofa úti í skógi og hún laðast að ... 527 bls. Ugla IB RAF Aðgát og örlyndi Jane Austen Þýð: Silja Aðalsteinsdóttir Fyrsta bók Jane Austen og ein sú vinsælasta. Hér segir frá Marianne og Elinor, tveimur systrum með ólíkt lundarfar, og vonum þeirra og vonbrigðum í ástamálum. Sagan kemur nú út á íslensku í fyrsta sinn í frábærri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur sem einnig ritar eftirmála. 400 bls. Forlagið - Mál og menning KIL RAF HLB John Adderley - fyrsta bók Að leikslokum Peter Mohlin og Peter Nyström Þýð: Sigurður Þór Salvarsson Þegar sænskættaði FBI-fulltrúinn John Adderley vaknar á sjúkrahúsi í Baltimore með skotsár á brjósti veit hann að hann er stálheppinn að vera á lífi. Á sömu sjúkrastofu liggur maðurinn sem beindi byssu að honum sólarhring áður. Að leikslokum er fyrsta bókin um John Adderley. Bókin var valin besta nýja glæpasagan í Svíþjóð 2020. 544 bls. / H 17:29 klst. MTH útgáfa KIL Að vestan Íslensk-kanadískar smásögur Þýð: Guðrún Björk Guðsteinsdóttir Ritstjóri: Birna Bjarnadóttir W. D. Valgardson, David Arnason og Kristjana Gunnars hafa tekið margvíslegan þátt í að móta ímynd íslenska frændgarðsins í Kanada en eru þó fyrst og fremst kanadískir höfundar. Með sögum sínum veita þau innsýn í margbreytilegt líf og hugsun vestan hafs. Um leið upplýsa sögurnar í bókinni lesendur um mikilvægi og grósku smásagnahefðarinnar í Kanada. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan KIL RAF HLB Allt eða ekkert Simona Ahrnstedt Þýð: Friðrika Benónýsdóttir Lexia Vikander finnst hún ekki eiga heima meðal tággrannra kvenna í auglýsingageiranum sem telja kalóríur í hvert mál. Nýr eigandi hefur tekið við fyrirtækinu sem hún vinnur hjá og það er altalað að mörgum verði sagt upp. Til að hressa sig við bregður Lexia sér á bar. Þar sest við hliðina á henni myndarlegasti maður sem hún hefur séð ... 452 bls. Ugla Skáldverk ÞÝDD KIL RAF HLB 1795 Niklas Natt och Dag Þýð: Hilmar Hilmarsson Þriðji og síðasti hluti hins myrka metsöluflokks sem gerist í Stokkhólmi í lok átjándu aldar. Tycho Ceton leikur enn lausum hala og bruggar djöfullegar áætlanir til að uppfylla kvalalosta valdamikilla manna. En hann er með Mickel Kardell og Emil Vinge á hælunum, sem vita vel að tíminn er að renna þeim úr greipum. 476 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL 22.11.63 Stephen King Þýð: Þórdís Bachmann Hvað ef maður gæti farið til baka í tíma og breytt gangi sögunnar? Hvað ef vatnaskilin sem maður gæti breytt væri morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta? Árið 2011 heldur enskukennarinn Jake Epping í ævintýralegan leiðangur með það fyrir augum að koma í veg fyrir morðið á JFK 22. nóvember 1963. – Eitt af meistaraverkum konungs sálfræðitryllanna 840 bls. Ugla KIL 500 mílur frá mér til þín Jenny Colgan Þýð: Helga Soffía Einarsdóttir Alyssa Westcott kallar ekki allt ömmu sína, enda hefur hún unnið lengi sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku í London. Þegar hún verður vitni að hræðilegu banaslysi, sem hún nær ekki að henda reiður á, hrynur tilvera hennar. 432 bls. Angústúra KIL Að drepa hermikráku Harper Lee Þýð: Sigurlína Davíðsdóttir Að drepa hermikráku kom fyrst út í Bandaríkjunum undir heitinu To Kill a Mockingbird árið 1960 og hefur nú selst í yfir 40 milljónum eintaka. Höfundur bókarinnar, skáldkonan Harper Lee, hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir hana en bókin er afar áhrifamikil og frábærlega skrifuð þar sem kímni og alvarleiki renna saman í töfrandi frásögn. 400 bls. Almenna bókafélagið Þýdd B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa38 Skáldverk ÞÝDD
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.