Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 44

Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 44
KIL RAF Líkamslistamaðurinn Don DeLillo Þýð: Jón P. Ásgeirsson Líkamslistamaðurinn er ein sérstæðasta skáldsaga bandaríska verðlaunahöfundarins Dons DeLillo. Þar segir frá listakonunni Lauren sem tekst á við djúpa sorg eftir að eiginmaður hennar styttir sér aldur. Snilldarlega ofin skáldsaga um ástina, tímann, minnið og þanþol tungumálsins. 160 bls. Ugla SVK KIL Maðurinn sem dó tvisvar Richard Osman Þýð: Ingunn Snædal Elizabeth fær bréf frá gömlum vinnufélaga. Hann hefur gert hrikaleg mistök og þarf á hjálp að halda. Í sögu hans koma við stolnir demantar, ofbeldisfullur maf íósi og hann er í raunverulegri lífshættu. Líkin byrja að hrannast upp og Elizabeth fær þau Joyce, Ibrahim og Ron í lið með sér í leit að hinum kaldrifjaða morðingja. 400 bls. Drápa KIL Maríubæn í Bagdad Sinan Antoon Þýð: Karl Sigurbjörnsson Maha og maður hennar flýja af heimili sínu í Bagdad vegna trúabragðaátaka. Gamall frændi hennar, Youssef, skýtur skjólshúsi yfir þau. Frásagnir Youssefs um friðsælt líf og eðlileg samskipti trúarhópa í Írak eru Möhu framandi. Einstaklega nærfærin saga, skrifuð af listfengi, um kærleika, sársauka og angist kristinnar fjölskyldu á óvissutímum. 232 bls. Ugla KIL RAF HLB Minningar skriðdýrs Silje O. Ulstein Þýð: Dagur Gunnarsson Á heitum ágústdegi hverfur ellefu ára stelpa sporlaust í verslunarmiðstöð. Í framhaldinu þarf móðir hennar líka að láta sig hverfa – til annars lífs og annars tíma. Minningar skriðdýrs er grípandi sálfræðitryllir en jafnframt áhrifamikil skáldsaga um að finna sér stað í lífinu og að læra að elska. Bók sem hefur vakið gríðarmikla athygli. 444 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL RAF Natríumklóríð Jussi Adler-Olsen Þýð: Jón St. Kristjánsson Níunda bók Jussi Adler-Olsens um Deild Q í dönsku lögreglunni en bókaflokkurinn um hana hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim undanfarin ár. Hálfgerð tilviljun veldur því að gömul mál sem höfðu verið flokkuð sem sjálfsvíg eða óhöpp koma til rannsóknar að nýju og fyrr en varir byrjar óhuggulegt mynstur að taka á sig mynd. 453 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell KIL Þriðja bók – sjálfstætt framhald Kyrkjari Kim Faber og Janni Pedersen Þýð: Ólafur Arnarson Kyrkjari eftir Faber og Pedersen er þriðja bókin í þrælspennandi ritröð um þau Juncker og Signe sem starfa í ofbeldisglæpadeild Kaupmannahafnarlögreglunnar. Bókin er sjálfstætt framhald Meinsemdar og Kölduslóðar sem komu út 2021. 464 bls. Krummi bókaútgáfa KIL RAF HLB Lengsta nóttin Ann Cleeves Þýð: Þórdís Bachmann Í þéttri snjókomu hugsar Vera Stanhope um það eitt að komast sem fyrst heim. En hún villist af leið og allt í einu blasir við henni yfirgefin bifreið í vegkantinum. Í bílnum reynist vera ungbarn. Vera tekur barnið með sér svo það frjósi ekki í hel og ekur að gömlu setri. Þar liggur andvana kona í snjónum. Gæti hún verið móðir barnsins? 416 bls. Ugla SVK Leyndarmálið Kathryn Hughes Þýð: Ingunn Snædal Frá höfundi metsölubókarinnar Bréfið kemur nú Leyndarmálið, áhrifarík og spennandi saga sem ekki er hægt að leggja frá sér. Mary á sér leyndarmál. Fyrir fjörutíu árum tók hún ákvörðun sem breytti lífi hennar um alla framtíð og olli straumhvörfum hjá manneskju sem er henni mjög kær. Frá höfundi Bréfsins, vinsælustu kilju landsins 2021. 336 bls. Drápa KIL RAF HLB Liðin tíð Lee Child Þýð: Bjarni Gunnarsson Jack Reacher er á leið til Kaliforníu þegar hann kemur auga á skilti með nafninu Laconia – sem er heimabær föður hans. En þegar hann fer að grafast fyrir um fólkið sitt er fátt um svör. Á sama tíma er ungt par á ferðalagi frá Kanada til New York. Þegar bíllinn þeirra bilar finna þau mótel úti í auðninni en þar er ekki allt eins og það á að vera. 432 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL Litháarnir við Laptevhaf Dalia Grinkevičiūtė Þýð: Geir Sigurðsson og Vilma Kinderytė Ritstjóri: Rebekka Þráinsdóttir Þann 14. júní 1941 var Dalia Grinkevičiūtė, 14 ára gömul, meðal þeirra þúsunda íbúa Eystrasaltsríkjanna sem sovésk yfirvöld fluttu nauðuga til Síberíu í þrælkunarvinnu. Bók þessi hefur að geyma minningar hennar frá fyrstu árum útlegðarinnar. Þær eru vitnisburður um þá hryllilegu meðferð sem útlagarnir þurftu að sæta. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa44 Skáldverk ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.