Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 45

Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 45
KIL RAF Nætursöngvarinn Johanna Mo Þýð: Pétur Már Ólafsson Hanna Duncker snýr aftur á æskuslóðirnar á eyjunni Öland – þar sem faðir hennar var dæmdur fyrir morð. Og það var nýr yfirmaður hennar í lögreglunni sem kom honum á bak við lás og slá sextán árum fyrr. Mögnuð glæpasaga þar sem leyndarmál voma yfir og samfélagið er langminnugt – og minni þess er miskunnarlaust. 443 bls. Bjartur KIL HLB Ríki óttans Hillary Rodham Clinton og Louise Penny Þýð: Friðrika Benónýsdóttir Eftir stormasamt tímabil í bandarískum stjórnmálum sest nýr forseti í Hvíta húsið. Nýi utanríkisráðherrann, Ellen Adams, er varla tekin við embætti þegar hún stendur frammi fyrir skelfilegri alþjóðlegri ógn. Mögnuð pólitísk spennusaga eftir vinkonurnar Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og metsöluhöfundinn Louise Penny. 525 bls. Ugla KIL Ru Kim Thúy Þýð: Arndís Lóa Magnúsdóttir Ru þýðir á frönsku lítill lækur, sömuleiðis eitthvað sem rennur, á borð við tár eða blóð. Á víetnömsku þýðir orðið vögguvísa eða sú sem svæfir og huggar. Margverðlaunuð bók höfundar sem flúði, líkt og 11 ára sögupersóna bókarinnar, yfirséttarlíf sitt í Saigon á meðan Víetnamstríðið geisaði í von um betra líf í Kanada. – Bókaklúbburinn Sólin. 142 bls. Benedikt bókaútgáfa KIL HLB Nágrannavarsla Unni Lindell Þýð: Snjólaug Bragadóttir Hvaða hættur kunna að leynast í garði nágranna þíns? Er einhver í húsinu við hliðina sem á að standa autt? Sonja Jansen er ein heima að lesa undir próf. Hún hefur tekið að sér að vökva fyrir nágrannann í rólegu úthverfi. Hún verður vör við umgang í húsinu og hringir í lögregluna. Stuttu síðar hverfur hún sporlaust ... 410 bls. Ugla KIL RAF Neðanjarðarjárnbrautin Colson Whitehead Þýð: Árni Óskarsson Cora er þræll á bómullarökrunum í Georgíuríki. Þrælafélagar hennar frá Afríku hafa útskúfað henni og sem nýorðin fullþroska kona veit hún að hennar bíða stærri og meiri raunir. Þegar Caesar, þræll sem er nýkominn á plantekruna frá Virginíu, hvetur hana til að flýja með sér í neðanjarðarjárnbrautina grípur hún tækifærið. Margverðlaunað meistaraverk. 315 bls. Bjartur KIL RAF HLB Nornadrengurinn 3. bókin um Noru Sand Lone Theils Þýð: Friðrika Benónýsdóttir Lík finnst í kirkjugarði í London. Það er af nígerískum prófessor sem hafði verið myrtur með dýrslegum hætti. Skömmu áður hafði hann átt fund með Noru Lind, dönskum fréttaritara í London. Nora er sannfærð um að morðið tengist frægu skilnaðarmáli danskrar raunveruleikastjörnu og rússnesks auðmanns sem berjast um forræði yfir syni þeirra. 294 bls. / H 8:23 klst. Ugla KIL RAF Norrlands Akvavit Torgny Lindgren Þýð: Heimir Pálsson Á fimmta áratug 20. aldar varð mikil trúarvakning í Vesturbotni í Svíþjóð. Þar lék trúboðspresturinn Olof stórt hlutverk. Hálfri öld síðar snýr hann aftur. En þá er allt breytt í Vesturbotni – nema brennivínið, Gammal Norrlands Akvavit. — Einstök skáldsaga eftir sænska stílsnillinginn Torgny Lindgren. 260 bls. Ugla SVK Nýtt land utan við gluggann minn Theodor Kallifatides Þýð: Hallur Páll Jónsson Kallifatides yfirgaf Grikkland 1964, fluttist til Svíþjóðar og heillaðist af nýju landi og tungumáli. Í þessari einstöku bók fjallar hann um uppruna sinn og stöðu eftir áratuga búsetu í nýja landinu og fléttar saman á hrífandi hátt hugleiðingum um tungumál og tilvist, minningar, ást og eigin ímynd, auk möguleika sem felast í framandi menningarheimi. 141 bls. Dimma Hó,hó,hó! Jólabóka-bókahól! B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 45GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÞÝDD

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.