Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 60

Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 60
IB Hvað nú? Myndasaga um menntun Halldór Baldursson Halldór Baldursson, einn snjallasti teiknari landsins og þjóðkunnur fyrir skopmyndir sínar í Fréttablaðinu, lauk meistaranámi í listkennslufræðum í vor. Lokaritgerð hans er ein sú alskemmtilegasta því þar fer Halldór í myndasöguformi yfir skólagöngu sína og menntun og skoðar hvernig myndasagan getur nýst við að koma þekkingu og fróðleik á framfæri. 80 bls. Bjartur SVK Hvað veistu um tónlist? Gauti Eiríksson Spurningabók með fullt af flottum myndum af tónlistarfólki. Tónlistin skipar stóran sess í lífi flestra. Það er upplagt að spreyta sig á spurningunum í þessari bók. Hér er bæði spurt um erlendu stórstirnin sem og sumt af færasta tónlistarfólki landsins. Auk þess er sér kafli um eftirlæti okkar Íslendinga - Eurovision. 74 bls. Óðinsauga útgáfa IB Hvenær kemur sá stóri? Að spá fyrir um jarðskjálfta Ragnar Stefánsson Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur hefur um áratuga skeið verið í fylkingarbrjósti íslenskra jarð vísindamanna sem fengist hafa við skjálftarannsóknir og vöktun. Í þessari bók gerir hann grein fyrir þróun fræðigreinarinnar og fer yfir jarðskjálftasögu Íslands allt frá miðöldum og til síðustu ára. 220 bls. Skrudda SVK Hvernig virkar fjármálakerfið? Andrés Magnússon Er það satt að lán sem þú færð hjá banka eru ekki peningar sem hafa verið lagðir inn í bankann heldur peningar sem bankinn býr til úr engu? Í þessari bók er útskýrt hvernig þetta er hægt. Í Covid kreppunni jukust skuldir landsmanna um mörg hundruð milljarða um leið og lánasafn bankanna stækkaði. Gengur bönkum best þegar skuldir almennings vaxa mest 240 bls. Local Therapies SVK Í návígi við fólkið á jörðinni Þórir Guðmundsson Segir frá venjulegu fólki í óvenjulegum og stundum ótrúlegum aðstæðum. Náttúruöfl, styrjaldir, hversdagshetjur og illmenni eru meðal þess sem fréttamaðurinn og hjálparstarfsmaðurinn Þórir fjallar um á síðum bókarinnar. Fólkið sem Þórir kynnist hefur ótrúlegan styrk þrátt fyrir hrikalegar aðstæður og er staðráðið í að gera heiminn að betri stað. 208 bls. Salka IB Hrafninn Þjóðin - Sagan - Þjóðtrúin Sigurður Ægisson Saga hrafnsins með íslensku þjóðinni nær samkvæmt rituðum heimildum allt aftur til 9. aldar, þegar hann leiddi Flóka Vilgerðarson upp að Íslandsströndum. Ýmislegt fréttist af þessum blakka spekingi eftir það, löngum tengdist hann myrkraöflunum og ekki var laust við að galdramenn notuðu parta úr búki hans í kukli sínu. 424 bls. Bókaútgáfan Hólar IB Hraunholt í Hnappadal Mannlíf og minningar Reynir Ingibjartsson Í þessari bók segir frá mannlífi og minningum sem tengjast bænum Hraunholtum í Hnappadal. Sögumaður er Reynir Ingibjartsson sem ólst þar upp með móður sinni og afa. Ellefu ára gamall fór Reynir að skrá í litlar vasabækur, flest það sem tengdist búskapnum, mannlífinu og leikjum sem hann bjó til. Fróðleg og skemmtileg bók um veröld sem var. 192 bls. Nýhöfn IB Húðbókin Lára G. Sigurðardóttir og Sólveig Eiríksdóttir Myndir: Hildur Ársælsdóttir Hér er að finna allt sem gott er að vita um húðina og hvernig á að viðhalda heilbrigði hennar og ljóma. Einnig er fjallað ýtarlega um hvaða áhrif lífsvenjur og næring hafa á húðina. Í bókinni eru ýmsar æfingar fyrir húðina, uppskriftir að girnilegum og hollum mat sem nærir hana og einfaldar uppskriftir að húðvörum. 308 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell IB Húsameistari í hálfa öld Einar I. Erlendsson og verk hans Björn G. Björnsson Glæsileg samantekt um ævi og verk Einars I. Erlendssonar arkitekts en fáir íslenskir arkitektar hafa átt lengri og viðburðaríkari starfsævi. Enginn skráði þá merku sögu á meðan Einars naut við en sjálfur gaf hann sig lítt að því að ræða eða skrifa um eigin störf. Nú hefur loks verið ráðin nokkur bót á með þessu yfirlitsriti Björns G. Björnssonar. 323 bls. Hið íslenska bókmenntafélag SVK Hvað ef? Róm hefði ekki fallið, Hitler hefði unnið, Bítlarnir hefðu aldrei verið til og fleiri sagnfræðilegar vangaveltur Valur Gunnarsson Kafað í lykilatburði í sögunni og skoðað hvernig þeir hefðu getað farið öðruvísi og hvað hefði þá getað gerst í framhaldinu. Allt frá gullaldarárum Rómarveldis til Þýskalands í fyrri og seinni heimsstyrjöldunum, frá Íslandi á tímum víkinga og útrásarvíkinga til fallvaltra Sovétríkjanna og frá Bítlunum til forsetakosninga í Bandaríkjunum. 240 bls. Salka B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa60 Fræði og bækur almenns efnis
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.