Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 62

Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 62
IB Let’s talk about horses Benedikt Líndal og Sigríður Ævarsdóttir Þýð: Guðni Líndal Benediktsson Í þessari fallega myndskreyttu bók, er talað um hesta frá ýmsum sjónarhornum. Höfundar skrifa út frá hjartanu um reynslu sína af hestum og lífi sínu með þeim. Sagt er frá eftirminnilegum hestum og inn í frásögnina er fléttað fræðslu, sögum, og því nýjasta sem uppgötvað hefur verið um hesta. Bókin er nú fáanleg á íslensku, ensku og þýsku. 256 bls. Nýhöfn SVK Living in Iceland Foreigner Survival Guide Practical tips and useful Icelandic phrases Fjalldís Ghim og Hafþór Jóhannsson Þessi fræðandi bók inniheldur frábærar ábendingar fyrir innflytjendur og ferðamenn á Íslandi, meðal annars hvernig á að sækja um störf á Íslandi, hvernig á að eignast íslenska vini, hvaða lög Íslendingar vilja syngja saman og margt fleira! .Bókin er á ensku 189 bls. Esja IB Líkið er fundið Sagnatíningur af Jökuldag Endurs: Ragnar Ingi Aðalsteinsson Í þessari bráðskemmtilegu bók, Líkið er fundið, er ógrynni skemmtilegra sagna og vísna, enda eru Jökuldælingar þekktir fyrir létta lund langt aftur í ættir og leyfa nú öðrum að njóta þess með sér. 151 bls. Bókaútgáfan Hólar GOR Loftstýringar - tilraunaútgáfa Þýð: Rúnar Arason Bókin fjallar um grundvallaratriði loftstýringa, m.a. loftþjöppur, þrýstihylki, loka og tjakka. Enn fremur er lýst grunnatriðum við uppsetningu þrýstiloftskerfa og rekstrarformi þeirra ásamt nauðsynlegum gögnum. Bókin er ætluð til kennslu í framhaldsskólum en hentar auk þess til sjálfsnáms og sem uppsláttarrit fyrir tæknifólk. 127 bls. IÐNÚ útgáfa KIL Lúkíansþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar Lúkíanus frá Samosata Þýð: Sveinbjörn Egilsson Ritstjóri: Már Jónsson Verk Lúkíans, sem uppi var á 2. öld, nutu lengi mikilla vinsælda, ekki síst til kennslu í forngrísku, meðal annars við Bessastaðaskóla á fyrstu áratugum 19. aldar. Hér birtast þau í óviðjafnanlegum þýðingum Sveinbjarnar Egilssonar sem varðveittar eru í handritum skólapilta. Már Jónsson bjó til prentunar og skrifar ítarlegan inngang. 378 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Kommúnistaávarpið Karl Marx og Friedrich Engels Kommúnistaávarpið kom fyrst út á íslenzku árið 1924. Þessi þýðing var gerð 1949 og er nú birt með ítarlegum skýringum, upprunalegum inngangi Sverris Kristjánssonar sagnfræðings og nýjum eftir Pál Björnsson. Fullyrt er að saga mannsins sé í raun saga sífelldrar stéttabaráttu á milli kúgara og hinna kúguðu, á milli arðræninga og hinna arðrændu. Hið íslenska bókmenntafélag IB Kóreustríðið 1950–1953 Max Hastings Þýð: Magnús Þór Hafsteinsson Hinn 25. júní 1950 hófust ein blóðugustu stríðsátök 20. aldar þegar kommúnistastjórnin í Norður-Kórea réðst inn í Suður-Kóreu. Rauða-Kína og Sovétríkin studdu Norður-Kóreu gegn fjölþjóðlegu herliði lýðræðisþjóða sem barðist undir fána Sameinuðu þjóðanna. Í þrjú ár rambaði heimsbyggðin á barmi þriðju heimsstyrjaldar. 559 bls. Ugla IB Landsnefndin fyrri. Den islandske Landkommission 1770-1771, VI Ritstjórar: Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Skjöl Landsnefndarinnar fyrri gefa einstæða innsýn í íslenskt samfélag um 1770, en nefndin ferðaðist um Ísland og safnaði upplýsingum um land og þjóð. Í sjötta og síðasta bindi eru birt ýmis vinnugögn nefndarinnar þar sem hún tók fyrir efni eins og torfskurð, kálgarða eða sauðfjárpestina og ólík svör almennings, presta og embættismanna um þau. 895 bls. Sögufélag, Þjóðskjalasafn Íslands og Ríkisskjalasafn Danmerkur KIL Launstafir tímans Úr hugskoti Heimis Steinssonar Heimir Steinsson Þessi bók geymir brot af höfundarverki Heimis Steinssonar (1937–2000). Hér er að finna upphaf sjálfsævisögu, skrif um æskustöðvar á Seyðisfirði, ræður frá Skálholts-, Þingvalla- og útvarpsstjóraárum. Allt er það fleygað með ljóðum. Höfundur var prestur, skólameistari í Skálholti, fræðimaður, háskólakennari, útvarpsstjóri og þjóðgarðsvörður. 344 bls. Bókaútgáfan Sæmundur SVK Leikandinn Greinar um menntun ungra barna Ritstjóri: Jóhanna Einarsdóttir Bókin inniheldur 18 fræðigreinar sem hafa að geyma niðurstöður rannsókna um menntun ungra barna frá ýmsum sjónarhornum: réttindum og sjónarmiðum barna eru gerð skil, starfsaðferðum með þeim, mikilvægi leiks og samfellu í námi þeirra. Sjónum er einnig beint að börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn o.fl. 484 bls. Háskólaútgáfan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa62 Fræði og bækur almenns efnis

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.