Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 63

Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 63
RAF Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu Milli mála 2022 14 (2) Ritstjórar: Þórhildur Oddsdóttir og Geir Þórarinn Þórarinsson Milli mála birtir ritrýndar fræðigreinar á sviði erlendra tungumála, bókmennta, þýðinga, málvísinda og menntunarfræði. Einnig er þar að finna stuttar bókmenntaþýðingar. Tímaritið kom fyrst út árið 2009 og er í opnum aðgangi: millimala.hi.is Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan RAF Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu Milli mála 2022 Sérhefti: Nýjustu rannsóknir í annarsmálsfræðum Ritstjórar: Birna Arnbjörnsdóttir, Geir Þórarinn Þórarinsson og Þórhildur Oddsdóttir Sérhefti Milli mála 2022 er helgað nýjustu rannsóknum á sviði annarsmálsfræða og inniheldur ritrýndar fræðigreinar um það efni. Gestaritstjóri er Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor í annarsmálsfræðum við Háskóla Íslands. Allar greinar heftisins eru á íslensku. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan IB Myndir og minningar af Ströndum Ritstjórar: Dagrún Ósk Jónsdóttir, Eiríkur Valdimarsson og Jón Jónsson Í bókinni er sagt frá lífinu á Ströndum frá ólíkum sjónarhornum. Yfir 40 einstaklingar rifja upp minningar í stuttum þáttum og velja ljósmynd til að birta með. Hér er að finna skemmtilegar og fjölbreyttar frásagnir Strandafólks sem bregður upp svipmyndum frá síðustu öld. Daglegt líf, eftirminnilegar persónur og einstakir viðburðir eru rifjaðir upp. 192 bls. Sauðfjársetur á Ströndum SVK Ofsóttur Bill Browder Þýð: Herdís M. Hübner Bill Browder snýr hér aftur í kjölfar metsölubókar sinnar, Eftirlýstur, með aðra hörkuspennandi bók sem lýsir því hvernig hann afhjúpaði viðleitni Pútíns til að stela og þvætta hundruð milljarða Bandaríkjadala frá Rússlandi – og að Pútín sé reiðubúinn að drepa hvern þann sem stendur í vegi fyrir honum. 314 bls. Almenna bókafélagið KIL RAF Lykilorð 2023 Orð Guðs fyrir hvern dag Ýmsir höfundar Í bókinni eru biblíuvers fyrir hvern dag ársins auk ljóðaerindis eða fleygs orðs. Uppbygging hennar og innihald bíður upp á fjölbreytta notkun fyrir þá sem vilja leyfa innblásnum textum að vekja sig til umhugsunar. Auk þess að vera gefin út á kilju og rafbókarformi eru Lykilorð lesin í hljóðvarpi og birtast að hluta til á helstu samfélagsmiðlum. 144 bls. Lífsmótun KIL Makamissir Guðfinna Eydal og Anna Ingólfsdóttir Makamissir er ítarleg og vönduð bók sem veitir innsýn í það sem gerist í lífi einstaklings þegar maki hans deyr. Hún er byggð á reynslu höfunda af því að missa maka, fræðiritum, vísindarannsóknum og þekkingu sálfræðings úr meðferðarstarfi. 176 bls. Háskólaútgáfan RAF Mannvirkjagerð Ferli - öryggi - gæði Eyþór Víðisson Bókin er ætluð til kennslu í áföngum sem fjalla um ferli framkvæmda, öryggi og gæðastjórnun við mannvirkjagerð. Í fyrsta kafla er almenn umfjöllun um byggingaframkvæmdir á Íslandi, lög, reglur, hönnun og leyfismál o.fl. Annar hlutinn fjallar um vinnuvernd á byggingartíma en þriðji hlutinn snýst um gæðakerfi og áætlanagerð. IÐNÚ útgáfa KIL Menn Pútíns Hvernig KGB tók völdin í Rússlandi og bauð síðan Vesturlöndum byrginn Catherine Belton Þýð: Elín Guðmundsdóttir Þessi marglofaða bók geymir afhjúpandi frásögn af endurreisn KGB, rússnesku leyniþjónustunnar, valdatöku Pútíns og hvernig illa fengið rússneskt fé hefur grafið undan Vesturlöndum. Höfundur bókarinnar er fyrrverandi fréttaritari Financial Times í Moskvu og rannsóknarblaðamaður. 664 bls. Ugla Erum með úrvalið ...sérvalið B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 63GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Fræði og bækur almenns efnis

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.