Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 69

Bókatíðindi - 01.12.2022, Page 69
Sagnfræði, trúarbrögð og ættvísi IB Bjóluætt Ritstjóri: Sigurður Hermundarson Bjóluætt er rakin til hjónanna Filippusar Þorsteinssonar (1799-1855), bónda í Bjólu í Ásahreppi í Rangárvallasýslu og eiginkvenna hans, Guðbjargar Jónsdóttur (1805-1838) og Sigríðar Jónsdóttur (1814-1893). Frá þeim er kominn gríðarstór ættbogi sem teygir sig út um allan heim, en sameinast þó í þessu mikla riti, sem prýtt er fjölda mynda. 330 bls. Bókaútgáfan Hólar SVK Bustarfell: saga jarðar og ættar Finnur Ágúst Ingimundarson Í bók þessari birtast í fyrsta sinn á prenti tvö handrit sem varðveitt eru á Bustarfelli og segja sögu þessa merka höfuðbóls og ættarinnar sem þar hefur búið frá 1532. Handrit Einars Jónssonar prests á Hofi fjallar um sögu jarðarinnar og ættir Árna Brandssonar og Úlfheiðar Þorsteinsdóttur sem hófu búskap á jörðinni það ár, afkomendur þeirra og ábúendur til aldamótanna 1900. 254 bls. Minjasafnið á Bustarfelli SVK Smárit Sögufélags Kópavogs og Héraðsskjalasafns Kópavogs VI Högna Sigurðardóttir. Sundlaugin sem ekki varð Katrín Heiðar Ritstjóri: Hrafn Sveinbjarnarson Umsj: Símon Hjalti Sverrisson Högna Sigurðardóttir arkitekt gerði tvær tillögur að Sundlaug Kópavogs. Upphafleg tillaga hennar frá 1962 var aðeins byggð að hluta. Hún er sett í listrænt samhengi við stefnur og strauma í byggingarlist. Sýnt er fram á að hvor tillaga um sig hafi verið einstæð og þær ólíkar öðru sem gert hafði verið hér á landi. 63 bls. Héraðsskjalasafn Kópavogs SVK Iceland Travel Guide: Women's History Be inspired by the women of Iceland Fjalldís Ghim Þessi einstaka ferðabók innblásin af kvennasögu kynnir áhugaverðar sögur kvenna frá víkingaöld til nútímans. Gagnleg ferðaráð fyrir för þína um Ísland ásamt fallegum gömlum myndum tengdum stöðum og konum í bókinni. Skipuleggðu lærdómsríka ferð um Ísland fulla af áfangastöðum tengdum yndislegum konum. Bókin er á ensku 209 bls. Esja IB Þingvellir í íslenskri myndlist Ritstjórar: Aðalsteinn Ingólfsson og Sverrir Kristinsson Þingvellir eru hjartastaður þjóðarinnar. Þar eru fegurðin og sagan við hvert fótmál. Í þessari glæsilegu bók er ítarlegt yfirlit um íslenska myndlist tengda Þingvöllum og þróun hennar í tímans rás. Við gerð hennar hefur verið unnið mikið starf við söfnun, skráningu og ljósmyndun listaverka en myndir af 269 verkum eftir 104 listamenn eru í bókinni. 376 bls. Hið íslenska bókmenntafélag IB Þórir Baldvins son arkitekt Ólafur J. Engilbertsson, Árni Daníel Júlíusson, Jóhannes Þórðarson, Ólafur Mathiesen og Pétur H. Ármannsson Ritstjóri: Ólafur J. Engilbertsson Þórir Baldvinsson (1901-1986) arkitekt var í senn framúrstefnumaður í anda funksjónalisma og baráttu maður fyrir bættum húsakosti til sveita. Hann veitti Teiknistofu landbúnaðarins forstöðu á árunum 1938-1969. Í þessari bók er yfirlit verka Þóris ásamt greinum um líf hans og starf. Úlfur Kolka sá um hönnun. 164 bls. Sögumiðlun IB Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Þroskasaga Haís Íbn Jaqzan Ibn Tufaíl Saga Haís er frumleg tilraun til að svara spurningunni um hvernig mannskepnan sé í eðli sínu. Hún gerir ráð fyrir að til sé hinn náttúrlegi maður, með öllu ósnortinn af samfélaginu. Ritið sem verður til í Andalúsíu á tólftu öld sameinar aristótelísk-nýplatónskri heimspeki íslamskri dulhyggju, súfisma. Hið íslenska bókmenntafélag IB Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Öld gensins Evelyn Fox Keller Skilningur okkar á erfðum eru nátengdur hugmyndinni um genið. Alla tuttugustu öld var genið í miðpunkti erfðarannsókna og staða þess virtist enn styrkjast þegar lýst var byggingu DNA kjarnsýrusameindarinnar. En því fer þó fjarri að staða gensins sé trygg eða augljós. Hið íslenska bókmenntafélag RAF Örverufræði Lone Als Egebo Þýð: Eva Benediktsdóttir Örverufræði er ný þýdd og staðfærð kennslubók sem fjallar um helstu hliðar örverufræðinnar. Bókin er ætluð til kennslu í líffræði og líftækni í framhaldsskólum. Hún nær yfir breitt svið, þannig að hana má einnig nota við aðra kennslu. IÐNÚ útgáfa Sagnfræði, trúarbrögð og ættvísi B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 69GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Sagnfræði, trúarbrögð og ættvísi

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.