Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 71

Bókatíðindi - 01.12.2022, Síða 71
IB RAF HLB Bréfin hennar mömmu Ólafur Ragnar Grímsson Á fyrri hluta síðustu aldar voru berklar ein helsta dánarorsök Íslendinga. Svanhildur Hjartar, móðir Ólafs Ragnars, var ein þeirra sem veiktust. Ólafur Ragnar opnar hér bréfasafn fjölskyldunnar þar sem birtist á opinskáan og nístandi hátt persónuleg saga sem lætur engan ósnortinn, um leið og ljósi er varpað á erfiðan þátt í þjóðarsögunni. 284 bls. Forlagið - Mál og menning KIL Dostojevskí og ástin Ævisaga með hans eigin orðum Alex Christofi Þýð: Áslaug Agnarsdóttir Í þessari nýstárlegu ævisögu hefur Alex Christofi ofið í samhengi vandlega valin brot úr verkum rússneska skáldjöfursins Fjodors Dostojevskí. Úr verður heillandi mynd af mögnuðu skáldskaparlífi sem gat af sér nokkrar frægustu skáldsögur heimsbókmenntanna, Glæp og refsingu, Karamazovbræðurna og Fávitann. 416 bls. Ugla KIL Arnar saga Björnssonar Ekki standa á öðrum fæti allt lífið Kristín Erna Arnardóttir Bókin er ævisaga Arnar Björnssonar fyrrum útibústjóra Íslandsbanka á Húsavík. 213 bls. Lilla ehf SVK Elspa Saga konu Guðrún Frímannsdóttir Hér rekur Elspa Sigríður Salberg Olsen harmsögulega ævi sína og upprisu til nýs lífs. Elspa, sem fæddist á Akureyri skömmu fyrir miðja síðustu öld og fékk bágborið veganesti út í lífið. Hún ólst upp við sára fátækt, alkóhólisma, ofbeldi og kynferðislega misnotkun og fór að mestu á mis við formlega menntun. Bók sem vakið hefur mikla athygli. 400 bls. Sögur útgáfa Ævisögur og endurminningar KIL Álfadalur Sönn saga um kynferðisofbeldi, þöggun og afleiðingar þess Guðrún Jónína Magnúsdóttir Höfundur rekur hér sögu móður sinnar, Sigurbjargar Oddsdóttur frá Álfadal á Ingjaldssandi. Þetta er saga harðrar lífsbaráttu, hroðalegrar grimmdar og lamandi meðvirkni svo lesandann rekur í rogastans. En það er líka saga af ótrúlegri þrautseigju og viljastyrk konu sem tekst að lifa innihaldsríku lífi þrátt fyrir hörmuleg áföll. 160 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB Ástin á Laxá Hermóður í Árnesi og átökin miklu Hildur Hermóðsdóttir Sagan af því þegar Þingeyingar tóku til sinna ráða til verndar náttúrunni og sprengdu stíflu í Laxá með dýnamíti í eigu virkjunarinnar. Sögð er saga Hermóðs í Árnesi og hans þætti í baráttunni miklu fyrir verndun Laxár og Mývatns. Bókin fangar ástina á náttúrunni og bregður upp myndum af fólkinu sem verndaði hana með samheldni og eldmóð að vopni. 288 bls. Salka IB Á vori lífsins Minningar Guðfinna Ragnarsdóttir Guðfinna Ragnarsdóttir fæddist í hinu fræga Tobbukoti við Skólavörðustíg og ól bernskuár sín þar en fluttist fjögurra ára gömul í Laugarneshverfið sem þá var í örum vexti. Hún lýsir með lifandi hætti æskuárum sínum á Hofteigi, fjörmiklum ungdómsárum í menntaskóla og bregður upp eftirminnilegum myndum af mannlífi á Íslandi upp úr miðri síðustu öld. 360 bls. Ugla IB Bakkadrottningin Eugenía Nielsen Daglegt líf og menning á Eyrarbakka Kristín Bragadóttir Hér segir frá kaupmannskonunni Eugeníu Nielsen (1850–1916) sem gerði Húsið sögufræga á Eyrarbakka að miðstöð félags- og menningarlífs á Suðurlandi á síðari hluta nítjándu aldar og fyrstu árum þeirrar tuttugustu. Lýst er fjölbreyttu mannlífi alþýðufólks í plássinu, heimsóknum listafólks og margvíslegum framfara- og líknarmálum sem Eugenía stóð fyrir. 404 bls. Ugla Þar sem týpurnar versla er þér óhætt! www.boksala.is Ævi sög ur og end ur minn ing ar B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 71GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Ævisögur og endurminningar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.