Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 75

Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 75
Íþróttir og útivist SVK Sérkort 1:200 000 Akureyri - Mývatn - Húsavík - Ásbyrgi Vandað og handhægt kort yfir vinsælt landsvæði á Íslandi. Á kortinu eru einnig ljósmyndir og upplýsingar um helstu ferðamannastaði á svæðinu. Kortið er unnið eftir nýjustu stafrænum gögnum og þar eru helstu upplýsingar um vegi, vegalengdir og ferðaþjónustu. Mælikvarði: 1:200 000. Blaðstærð: 42 x 94,5 cm. Tungumál: Íslenska, enska, þýska, franska. IÐNÚ útgáfa IB Félag unga fólksins Saga Ungmennafélagsins Sindra 1934-1966 Arnþór Gunnarsson Stofnun Sindra var mikil lyftistöng fyrir félagslíf ungs fólks á Höfn í Hornafirði. Saga félagsins ber vott um drifkraft og áræðni, það efndi til skemmtiferða, hélt sund- og íþróttanámskeið og starfrækti unglingaskóla í tvo vetur. Einnig reistu félagsmenn fyrsta samkomuhúsið á Höfn. 160 bls. Bókaútgáfan Hólar SVK Fær í flestan sjó Synt í íslenskri náttúru Egill Eðvarðsson og Kristín Jórunn Hjartardóttir Kristín hafði stundað sjósund í nokkur ár þegar hún ákvað, í tilefni af sextugsafmæli sínu, að synda á sextíu nýjum stöðum á landinu. Afraksturinn af ferðalögum hennar og eiginmanns hennar er þessi dásamlega fallega ferðabók sem fléttar saman stemningu, fróðleik og hagnýtar leiðbeiningar um heila 83 sundstaði um allt land. 328 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell SVK Gönguleiðir á Reykjanesi Jónas Guðmundsson Lifandi leiðarlýsingar, kort og GPS-hnit tæplega 30 áfangastaða á Reykjanesskaga. Gönguleiðirnar eru innblásnar af þeim miklu jarðumbrotum sem hafa einkennt svæðið alla tíð. Margar leiðirnar henta fyrir fjallahjól, aðrar fyrir utanvegahlaup og enn aðrar til að kynna yngstu kynslóðina fyrir töfrum fjallaferða. 200 bls. Salka IB Haaland – sá hættulegasti Illugi Jökulsson Erling Braut Haaland! Norska undrið sem þaut sem hvirfilbylur yfir knattspyrnuheiminn. Hann hættir ekki að skora og enginn kann að verjast honum. Mótherjar kalla hann skepnu, ómennskan. Er hann sá hættulegasti í sögunni - og bara rétt að byrja? Kynnumst sögu undradrengsins, æskunni og hröðum uppgangi í hressandi frásögn skreyttri frábærum myndum. Sögur útgáfa SVK Hálendishandbókin Ekið um óbyggðir Íslands Páll Ásgeir Ásgeirsson Ómissandi ferðafélagi allra þeirra sem ferðast um hálendið kemur nú út í nýjum búningi. Bókin geymir sem fyrr leiðsögn um flestar helstu hálendisleiðir, auk vegvísa um ýmsar fáfarnar slóðir í eyði- og óbyggðum landsins. Bent er á áhugaverða staði, urmul náttúruperla utan alfaraleiða og ævintýralegar gönguleiðir. 352 bls. Forlagið - Mál og menning IB Hetjurnar á HM Illugi Jökulsson Heimsmeistaramótið í fótbolta er stærsti íþróttaviðburður veraldar. Það er sama hvað hver segir, engin íþrótt jafnast á við fótbolta að dramatík, vinsældum og spennu. Og engin keppni jafnast á við HM í fótbolta, sem haldin er á fjögurra ára fresti. HM 2022 er beðið með óþreyju um allan heim. Lestu allt um hetjurnar á HM! 168 bls. Sögur útgáfa Íþróttir og útivist Bækurnar heim! B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 75GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Íþróttir og útivist

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.