Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 77

Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 77
Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn SVK Af hverju hefur enginn sagt mér þetta fyrr Dr. Julie Smith Þýð: Valgerður Ólafsdóttir Með því að auka skilning á því hvernig hugurinn starfar og hvernig takast má á við tilfinningar á heilbrigðan hátt byggjum við upp seiglu, vöxum og döfnum. Bókin kynnir til sögunnar verkfæri sem gagnast öllum í daglegu lífi – til að komast yfir hjalla eða til að blómstra. Sérlega læsileg og uppbyggileg bók eftir TikTok-stjörnuna dr. Julie Smith. 352 bls. Benedikt bókaútgáfa Ástin og svörin Guðfinna Inga Sverrisdóttir Myndh: Guðfinna Inga Sverrisdóttir Í þessari myndskreyttu bók eru 200 staðhæfingar sem eiga að svara spurningum um ástarmálin: Hvenær hitti ég sálufélaga minn? Er hann eða hún kannski handan við hornið? Af hverju geri ég sömu mistökin aftur og aftur? Hugleiddu hvað þú vilt vita um ástina og veldu tölu frá 1-200 og sjáðu hvort staðhæfingin eigi við spurningu þína. 91 bls. Guðfinna Inga Sverrisdóttir KIL RAF Hver er ég? Áhugamál Sigríður Birna Bragadóttir Myndir: Anna Jóna Sigurjónsdóttir Myndaritstj: Hafdís Anna Bragadóttir Ritstjóri: Steinar Bragi Sigurjónsson Óli er 10 ára strákur sem langar að læra um áhugamál. Hann lærir um 6 hópa í ýmsum litum með allskonar skemmtilegum áhugamálum og störfum. 37 bls. Spurning IB Leiðarvísir nornarinnar að sjálfsrækt Heilandi galdrar og græðandi fjölkynngi fyrir betra líf Theodosia Corinth Þýð: Katrín Harðardóttir Hér er að finna fleiri en 90 seiði og galdraathafnir sem hjálpa þér að tengjast huga þínum, líkama og innra sjálfi. Lestu um hreinsandi athafnir, jurtir og kristalla, íhugun og kraftbirtingar, stjörnuspeki, tunglganginn, tarot og seiði og galdra sem hjálpa þér og styrkja. 168 bls. Salka SVK Leið hjartans Guðrún Bergmann Við stöndum á merkilegum tímamótum, því mannkynið er að taka framþróun og uppfærast. Jörðin er líka að fara í gegnum sína uppfærslu. Í Leið hjartans koma fram nánari skýringar á þeim umbreytingum sem sólkerfi okkar er að fara í gegnum og þeim áhrifum sem það er að hafa á jarðarbúa, sem þurfa að læra að virkja kærleiksorkuna í sér. 120 bls. G. Bergmann ehf. IB Sögurnar á bak við jógastöðurnar Indverskar goðsagnir sem skópu 50 jógastöður Dr. Raj Balkaran Þýð: Hafsteinn Thorarensen Uppgötvaðu sögurnar og viskuna sem liggja að baki uppáhalds jógastöðunum þínum í þessari töfrandi bók um indverska goðafræði. Sögumaðurinn, fræðimaðurinn og kennarinn dr. Raj Balkaran leiðir lesandann í ógleymanlegt ferðalag um goðsagnaheima Indlands á síðum bókarinnar og segir sögurnar á bakvið 50 lykilstöður í jóga. 224 bls. Salka IB Tarot-bókin Handbók og falleg tarot-spil Claire Goodchild Þýð: Hafsteinn Thorarensen Falleg askja með handbók um tarot og spilum. Bókin hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum og kennir lesandanum ýmsar lagnir spilanna og hvernig lesa á úr þeim. Þar að auki eru myndmál og merking spilanna útskýrð á aðgengilegan hátt. Tarot-bókin er ómissandi og aðgengilegt verkfæri fyrir áhugafólk um dulspeki. 80 bls. Salka Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn Verslaðu heima KIL B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 77GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.