Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 4

Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 4
Geilo 2008 Martin Ingi Sigurðsson 5. árs læknanemi í febrúar 2008 fór hópur frá íslandi á 18. árlegu ráðstefnu SSRCTS (Scandinavian Society for Research in CardioThoracic Surgery). Ráðstefnan var haldin í norska fjallabænum Geilo sem þekktur er fyrir falleg skíðasvæði og norska fjallastemmningu. Nokkur hefð er komin á að íslenskir læknanemar og unglæknar sem vinna við rannsóknir í hjarta- og lungnaskurðlækningum kynni niðurstöður rannsókna sinna á ráðstefnunni. Hópurinn sem kynnti rannsóknir sínar í ár samanstóð af læknanemunum Martini Inga Sigurðssyni, Sverri Inga Gunnarssyni og Tryggva Þorgeirssyni og kandidatinum Hannesi Sigurjónssyni. Leiðbeinandi hópsins var Tómas Guðbjartsson skurðlæknir. Auk þess kynnti Tómas veggspjald frá Sæmundi Jóni Oddssyni læknanema og Hanna Ástvaldsdóttir perfusionisti hélt erindi. Þinginu lauk svo með „wet lab“ þar sem nemar og unglæknar æfðu hjartalokuskipti og kransæðahjáveituaðgerðir á svínshjörtum undir handleiðslu sérfræðinganna. Flutningur erinda þeirra Sverris, Hannesar og Hönnu gekk vonum framar sem og kynning veggspj alda Martins, Sæmundar, Tryggva og Tómasar. Skíðabrekkur Geilo svignuðu svo undan skíðahæfileikum hópsins ekki síður en visku hans því tíminn utan ráðstefnunnar var ákaft notaður í brekkunum. Kvöldin voru svo nýtt til þess að efla kynnin við aðra unga vísindamenn á staðnum undir dyggri stjórn húsbandsins Focus. Á þinginu var Tómas kosinn nýr forseti SSRCTS og því er skipulagning og framkvæmd þingsins í höndum íslendinga á næsta ári. Þrátt fyrir að löng hefð sé komin á framkvæmd þingsins verða þó gerðar nokkrar breytingar að íslenskum sið. Ljóst er að ísland þarf að senda á þingið stóra og glæsilega sveit á næsta ári til að halda uppi hróðri landsins á Geilo 2009. 4 Læknaneminn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.