Læknaneminn - 01.04.2008, Page 14

Læknaneminn - 01.04.2008, Page 14
almennri þjónustustarfsemi með nokkuð sérstakt eðli. Spurningin sem vaknar er hver sé réttarstaða notenda þjónustunnar í þessu tilviki? Skilgreining á hugtakinu stjórnvaldsákvörðun er lykilatriði í þessu sambandi því stjórnvöld eru bundin af málsmeðferðar- og efnisreglum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þegar þau taka slíka ákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 37/1993.íþvísambandiverðuraðhafa í huga að þjónustustarfsemi byrjar oft með stjórnvaldsákvörðun". Þannig er það stjórnvaldsákvörðun hvort orðið verður við umsókn stúdents um að skrá hann í Háskóla íslands. Sú kennsla sem hann síðar fær telst hins vegar þjónustustarfsemi. Á hinn bóginn er ákvörðun kennara um einkunn, sem reiknast til lokaprófs, stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. tl. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 37/1993. Hið sama er talið gilda um afar þungvægar og íþyngjandi ákvarðanir, s.s. brottrekstur nemanda úr skólanum’2. Við afmörkun á því hvað falli undir hugtakið þjónustustarfsemi í þessari merkingu hefur verið litið til þess að ekki sé um að ræða þá starfsemi stjórnvalds sem lýtur að því að ákvarða lagalega stöðu manna heldur verklegri framkvæmd. Þegar hins vegar vaíi leikur á því hvort flokka beri ákvörðun sem stjórnvaldsákvörðun eða þjónustustarfsemi verður að líta til þess hvort ákvörðunin lúti fyrst og fremst að útfærslu og framkvæmd þjónustunnar’3 eða hvort ákvörðun sé fremur lagalegs eðlis og snerti réttarstöðu aðila, létti t.d. skyldu af einstaklingum eða leggi á þá auknar byrðar. í algjörum vafatilvikum hefur síðan verið talið að verði að líta til þess hversu veigamikil réttindi ákvörðunin snertir. Þannig hefur fremur verið litið á ákvörðun sem stjórnvaldsákvörðun snerti hún mikilsverð réttindi. Þegar þessum lögfestu grund- vallarreglum stj órnsýsluréttarins sleppir er ekki þar með sagt að stjórnendur þjónustustarfseminnar séu sjálfráðir um skipulagningu hennar. Þvertámótikunnasérákvæði í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum, þ.e. þær sérstöku réttarreglur sem liggja starfseminni til grundvallar, að setja athafnafrelsi stjórnenda ákveðnar skorður auk þess sem við skipulagningu slíkrar starfsemi eru aðilar bundir af almennum óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttarins. Vísast í þessu sambandi sérstaklega til þess sem að framan greinir um sjálfstæði í skipulagi og ákvarðanatöku Háskóla íslands sem eflt var mjög með setningu laga nr. 41/1999 og reglna nr. 458/2000 sem settar eru með stoð í þeim. Kennslumisseri og próftímabil Núverandi skipulag kennslu- og próftímabila við læknadeild Háskóla fslands einkennist af því sem sumir vilja kalla blokkakerfi þar sem ákveðin námskeið eru kennd samfellt í frekar stuttan tíma, gjarnan 3-6 vikur. Að því loknu fer fram lokapróf í viðkomandi námskeiði. Þetta hefur í för með sér að hefðbundið fyrirkomulag kennslumissera og próítímabila sem viðhaft er við aðrar deildir háskólans raskast. Ekki er um að ræða tvö kennslumisseri og ekki er fyrir hendi ákveðið próftímabil. í ljósi þessarar sérstöðu telur undirritaður rétt að velta upp þeirri spurningu hvort þær réttarreglur sem liggja starfsemi Háskólans til grundvallar heimili þetta skipulag. Skv. 1. mgr. 14. gr. laga um Háskóla íslands nr. 41/1999 setur háskólaráð reglur um lengd háskólaárs og skiptingu þess í kennslumisseri. Jafnframt kemur fram í 1. mgr. 20. gr. laganna að reglur þær sem háskólaráð setur samkvæmt lögunum skuli birtar í B-deild Stjórnartíðinda. Þessi fyrirmæli er síðan að finna í reglum Háskóla íslands nr. 458/2000. í 51. gr. þeirra er að finna reglur um kennslumisseri við skólann. Kemur þar m.a. fram að kennsluár háskólans skiptist í tvö kennslumisseri, haustmisseri frá 20. ágúst til 21. desember og vormisseri frá 7. janúar til 15. maí. Samkvæmt 1. mgr. 56. gr. áðurnefndra reglna nr. 458/2000 eru almenn próf við Háskólann haldin annars vegar 10. til 21. desember og hins vegar á tímabilinu 29. apríl til 15. maí. í 2. mgr. 56. gr. er síðan að finna undantekningarreglur þar sem m.a. er greint frá heimildum til að halda sjúkrapróf og einnig kemur fram að próf eða prófhlutar í einstökum greinum geti farið fram á öðrum tímum en segir í 1. mgr. samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjóra kennslusviðs. Þrátt fyrir að reglur nr. 458/2000 einkennist af almennt orðuðum meginreglum sem iðulega gefa tilefni til mats hlýtur efnislegt inntak reglnanna að vera talsvert, einkum og sér í lagi með hliðsjón af markmiði þeirra. Þar sem um víðtækar meginreglur er að ræða hlýtur að vera enn ríkari ástæða en ella að framfylgja þeim lágmarksréttindum sem í þeim felast. Ekki verður annað séð en að fyrirmæli þau sem fram koma í tilgreindum reglum séu skýr. Kennslumisserin eru tvö, haustmisseri og vormisseri, þar sem ákveðið próftímabil er í lok beggja missera. Eingöngu er heimilt að gera undantekningar frá þessu skipulagi varðandi „próf eða prófhluta í einstökum greinum” og varðandi sjúkrapróf. Ekki verður séð með nokkru móti að svokallað blokkakerfi læknadeildar samrýmist þessu kerfi. Þar er um að ræða fljótandi blokkafyrirkomulag þar sem engin ákveðin próftímabil eru til staðar heldur er lokaprófum dreift yfir háskólaárið sem læknadeild hefur reyndar til 31. maí eða 15 dögum iengra en samræmdar reglur Háskóla íslands gera ráð fýrir. Útilokað er að réttlæta fyrirkomulagið með því að gefin sé smuga fyrir slíkt með orðunum „próf eða prófhlutar í einstökum greinum”. Eins og orðalag ákvæðisins og þær skýringar sem því fylgja gefa til kynna þá er þarna að meginstefnu um að ræða undantekningarreglu til að halda verkleg próf inni á kennslumisserinu. Aukinheldur er engin undanteking heimil frá skipulagi kennslumissera. Það er fastmótað í reglunum, þ.e. annars vegar frá 20. ágúst til 21. desember og hins vegar frá 7. janúar til 15. maí. Fyrir þessu eru þungvæg og veigamikil sjónarmið en nauðsynlegt er að standa vörð um réttarstöðu stúdenta til að einstakar deildir geti ekki gengið á hagsmuni þeirra einhliða. Skipulag kennslumissera og próftímabila er ákaflega mikilvægt atriði þar sem með slíkum ákvörðunum er verið að skipuleggja vinnutíma og hafa mikil áhrif á einkalíf þeirra þúsunda einstaklinga sem skipa háskólasamfélagið á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.