Læknaneminn - 01.04.2008, Page 28

Læknaneminn - 01.04.2008, Page 28
skoðun að þeim þætti með öllu óviðunandi að nemum tækist að ráða sig með þessum hætti og töldu viðkomandi hafa sloppið vel. Öðrum þótti farsakennd atburðarásin sem fylgdi ráðningunni hins vegar sýna glögglega hve óeðlilegt starfsumhverfi læknanemar byggju við. Upp á síðkastið hefur einnig mikið verið rætt um hvernig bæta megi samkeppnisstöðulæknanema á Islandi gagnvart þeim íslensku læknanemum sem stunda nám erlendis. Hefur í þeirri umræðu verið fullyrt að heilsugæslulæknar á landsbyggðinni vilji í vaxandi mæli heldur ráða nema að utan, þar sem þeir eiga þess kost að ráða þá aftur að ári, kjósi þeir svo, ólíkt innlendu nemunum sem þurfa að fara í gegnum nýja úthlutun í ráðningarkerfinu að ári liðnu. Umræðan nýverið hefur aftur á móti í mun minni mæli snúist um hugmyndafræðina að baki ráðningarkerfinu. Kerfið setur læknanemum afar þröngar skorður og því er brýnt að unnt sé að réttlæta tilvist þess með haldbærum rökum. Nokkur meirihluti læknanema er líkt og fram hefur komið fylgjandi kerfinu. Ástæða þessa stuðnings er fyrst og fremst sú að menn telja kerfið koma í veg fyrir klíkuráðningar. Þótt slík sjónarmið séu skiljanleg verður að spyrja hvort tilgangurinn helgi meðalið. Er réttlátt og eðlilegt að hlutkesti ráði veitingu starfa á vegum opinberra heilbrigðisstofnana? Eru raunverulega teljandi líkur á að klíkuráðningar yrðu allsráðandi án tilvistar ráðningarkerfis? Hvers vegna skyldu ekki sömu reglur gilda um ráðningar læknanema og annars fólks? Engan skyldi undra að vaknað hafi efasemdir um lögmæti ráðningarkerfisins. Nemendur eru svo til nauðbeygðir til að taka þátt í kerfinu þar sem í gegnum það fer langstærstur hluti þeirra afleysingastaða sem þeim eru ætlaðar. Vel er þekkt að vinnuveitendur hafa neitað að taka við umsóknum þeirra sem hafa viljað ráða sig á eigin vegum og bent þeim á að fara í gegnum kerfið. Að sjálfsögðu vegur og þungt að fæstir æskja þess að reita samnemendur sína og félaga til reiði með því að ráða sig utan kerfisins enda er nú almennt litið á slíkt sem gróf svik. Þessar aðstæður vekja óhjákvæmilega upp spurningar um hvaða reglur íslensks réttar hafa áhrif á starfsemi félagsins þegar það útdeilir störfum til læknanema og hvort eftir þeim sé farið. Til að fá úr lagalegum álitaefnum skorið leitaði Læknaneminn á náðir Trausta Fannars Valssonar, lögfræðings, doktorsnema í sveitarstjórnarrétti og stundakennara í stjórnsýslu- og sveitarstjórnarrétti við lagadeild Háskóla íslands. Var honum fengin í hendur reglugerð FL um ráðningar og stutt lýsing á framkvæmdinni eins og hún hefur verið að undanförnu. Álit Trausta er birt í heild hér að neðan. Er þörf á endurskoðun? Lesendum verður eftirlátið að túlka álit Trausta. Meginályktun undirritaðs, sem látið verður nægja að nefna hér, er sú að að ráðningarkerfi FL sé í besta falli á gráu svæði frá lagalegu sjónarhorni og að full ástæða sé til að kanna lögmæti þess ofan í kjölinn. Hvað sem lagalegu hliðinni líður hefur það löngum verið skoðun undirritaðs að læknanemar þyrftu að endurskoða á fordómalausan hátt hvort ráðningarkerfið þjóni hagsmunum þeirra. Varla er ofsögum sagt að æsingur og órökstuddar fullyrðingar hafi á köflum einkennt umræðu um ráðningarkerfið fremur en málefnaleg rök. Spyrja þarf hvort kerfi sem kemur í veg fyrir að læknanemar geti sótt um þau störf sem þeir hafa mestan áhuga á sé gagnlegt. Hvaða ógnun felst í hefðbundnu umsóknarferli þar sem farið er yfir námsferil, starfsreynslu, meðmæli o.s.frv. eðajafnvelboðað til starfsviðtala? Fjarstæðukennt væri að gera sér grillur um að engar ráðningar færu fram í gegnum klíku án ráðningarkerfisins. Hins vegar getur það allsherjarhappadrætti, sem ráðningarkerfið er, vart talist réttlátt. Til að koma í veg fyrir fáeinar klíkuráðningar, sem óvíst er hversu margar yrðu, hafa læknanemar komið sér upp kerfi þar sem enginn fær starf á eigin verðleikum. Þegar horft er á málin frá sjónarhóli vinnuveitenda er í raun furðulegt hve lengi þeir hafa látið bjóða sér að hafa lítið sem ekkert um það að segja hvern þeir ráða til vinnu. Eru þeir að auki með þátttöku sinni hugsanlega að fara á svig við lög, sbr. álit Trausta. Ráðningarkerfið hefur nú verið starfrækt um langt árabil. Svo kann að vera að aðstæður hafi breyst frá stofnun þess á fyrri hluta seinustu aldar þegar færri störf voru í boði og þjóðfélagið var smærra í sniðum. Eðlilegt er að læknanemar taki kerfið reglulega til endurskoðunar, nú sem endranær. Er mikilvægt að þá sé farið vandlega yfir málin og af sem mestri yfirvegun. Kerfi sem skerðir verulega athafnafrelsi líkt og ráðningarkerfið þarf að vera hægt að réttlæta með góðum rökum. Ennfremur þarf það að vera í samræmi við landslög sem sett eru til að tryggja grundvallarréttindi manna. Ragnar Pálsson, 5.árs læknanemi Undirritaður hefur tvívegis tekið sumarstöðu í gegnum ráðningakerfið (2007 og 2008) og á héðan af nær engra hagsmuna að gæta af breytingum á kerfinu. Trausti Fannar Valsson er doktorsnemi í sveitarstjórnarrétti og stundakennari í stjórnsýslu- og sveitarstjórnarrétti við lagadeild Háskóla íslands. Um sumarstörf læknanema Samkvæmt beiðni hef ég lesið yfir reglugerð Félags læknanema við Háskóla íslands um ráðningar m.t.t. þeirrar aðferðar sem hefur verið viðhöfð við ráðningar læknanema í sumarstöður við heilbrigðisstofnanir. Undirritaðurhefurlitlaþekkinguáþeimafleysingastörfum sem um er að ræða, hversu langan tíma sumarstörf læknanema almennt standa eða hversu margar stöðurnar eru hér á landi. Þessi atriði geta þó án vafa haft eitthvað að segja um réttmæti þeirrar aðferðar sem viðhöfð er við val í umrædd sumarstörf. Þá er óvarlegt að setja fram beinharðar lögfræðilegar ályktanir nema þekkja gerlega alla málavexti og aðstæður. Það veltur á þeim atvikum sem til umfjöllunar eru hvaða lagareglur eiga við, en ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.