Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 29

Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 29
öfugt. Umfjöllunm hér á eftir byggir ekki á könnun á því hvernig heilbrigðisstofnanir á vegum ríkisins standa almennt að ráðningu læknanema í sumarstörf. Eftirfarandi umfjöllun er aðeins ætlað að draga fram helstu atriði sem mér þótti tilefni til að staldra við í áðurnefndri reglugerð. Rétt er einnig að taka fram að þó svo að reglur Félags læknanema beri heitið „reglugerð“ þá er hér ekki um að ræða fyrirmæli stjórnvalds um það hvernig ráðningu á læknanemum skuli hagað. Reglugerðin myndar hluta af samþykktum Félags læknanema, og henni er hægt að breyta á aðalfundi þess. Eins og fram kemur í 3. gr. reglugerðarinnar skulu sérstakir ráðningarstjórar Félags læknanema sjá um ráðningu félagsmanna í læknisstöður sem læknanemar eru ráðnir í vegna sinnar sérmenntunar. Segir í greininni að félagsmönnum sé „algjörlega óheimilt að ráða sig í læknisstöður, aðrar en stöður skv. 72 klst. reglunni (sbr. 12. gr.), án samþykkis ráðningarstjóra'. Brot á þessu getur varðað viðurlögum samkvæmt 16. gr. reglnanna. Þau viðurlög geta verið allströng. (Með 72 klst. reglu er átt við að læknanema er heimilt að ráða sig til afleysinga 1 læknisstöðu í allt að 72 klst. í almanaksmánuði að höfðu samráði við ráðningarstjóra.) Hvað sumarstörfin varðar virðist fyrirkomulagið í grófum dráttum vera með þeim hætti, sbr. 10. gr. reglugerðarinnar, að fyrir janúarlok ár hvert er haldinn fundur þar sem dregið er um forgangsröðun læknanema fyrir vinnu í júní, júlí og ágúst á nk. sumri. Þessi röðun fer þannig fram að árgöngum 4. og 5. árs er skipt í þrjá jafnstóra hópa. Fyrir hvern læknanema er síðan dreginn miði með númeri sem segir til um forgangsröðun hans innan hvers hóps. Hópunum er forgangsraðað þannig að í júní kemur fyrst hópur I, þá hópur II og loks hópur III. I júlí er fyrst úthlutað til hóps III, þá hóps I og loks hóps II. í ágúst er miðað við öfuga röð júnímánaðar. Samkvæmt 12. gr. ber ráðningarstjóra ávallt að bjóða lausar læknisstöður samkvæmt þessari forgangsröðun. Boðnar stöður skulu vera fyrirfram skilgreindar og skal ráðningarstjóri m.a. ákveða lengd hverrar stöðu í samráði við landlækni eða viðkomandi lækni áður en staðan er boðin. Rétt er að taka fram að sambærilegt kerfi er notað vegna úthlutunar á stöðum yfir vetrarmánuðina, en þá eru 6. árs nemar eðli máls samkvæmt einnig með í pottinum, sbr. 11. gr. reglugerðarinnar. Aðild að Félagi læknanema er frjáls. Ekki kemur beinlínis fram í reglugerðinni hvort sá sem er félagsmaður geti engu að síður ákveðið að taka ekki þátt í því úthlutunarfyrirkomulagi á störfum sem reglugerðin kveður á um. Það virðist þó ljóst að læknanemar geta ákveðið að taka ekki þátt í þessu kerfi með því einfaldlega að gerast ekki aðilar að félaginu. Með hliðsjón af þessu valfrelsi læknanema verður líklega að játa félaginu sjálfu ansi rúmar heimildir til að setja reglur eins og þær sem fram koma í reglugerðinni og það jafnvel þó þær séu allstrangar á köflum. Það sem ég tel fremur ástæðu til að staldra við er aðkoma opinberra heilbrigðisstofnana að þessu kerfi, þ.e. aðkoma þeirra stofnana sem ráða læknanemana til sín. Almennt gildir sú regla þegar ráðið er í störf á vegum hins opinbera að hin lausa staða skal auglýst svo allir sem áhuga kunna að hafa eigi þess kost að sækja um hana. Þá gildir sú meginregla við val á milli umsækjenda að jafnan ber að velja þann sem hæfastur telst í það starf sem um ræðir. Sjónarmiðin sem búa að baki þessum reglum lúta annars vegar að jafnræði borgaranna, þ.e. að allir sem áhuga hafa skuli eiga þess jafnan kost að sækja um þau störf sem í boði eru, en hins vegar að því að hjá ríkinu starfi sem hæfastir starfsmenn. Síðarnefnda reglan byggir í grunninn á sjónarmiðum um að hagsmunum hins opinbera skuli ráðstafað á sem bestan hátt - stundum er hér talað um að með hagsmuni hins opinbera skuli farið á „forsvaranlegan“ hátt. Frá auglýsingaskyldunni eru nokkrar undantekningar, sbr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og reglur fjármálaráðherra um auglýsingar á lausum störfum. Kemur fram í reglunum að ekki sé skylt að auglýsa störf sem standa eiga í tvo mánuði eða skemur og ekki störf við afleysingar, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnsburðarleyfis, námsleyfis o.fl., enda sé afleysingu ekki ætlað að standa lengur en 12 mánuði samfellt. Af þessu leiðir að almennt mun ekki skylt að auglýsa opinberlega sumarstörf læknanema áður en ráðið er í þau. Engu að síður verður viðkomandi stjórnvald að gæta þess að ákvörðun um ráðningu byggi á málefnalegum sjónarmiðum, þar á meðal um nægilega hæfni starfsmanns, og að jafnræðis sé gætt meðal þeirra sem áhuga hafa á starfinu. Besta leiðin til að tryggja umrætt jafnræði er tvímælalaust auglýsing starfsins til þeirra sem áhuga kunna að hafa, jafnvel þó að slík auglýsingaskylda sé ekki lögfest. Ef opinber heilbrigðisstofnun ákveður að fela Félagi læknanema að ráðstafa lausum sumarstörfum til læknanema verður viðkomandi stofnun að gæta þess að hún má ekki framselja forræði á endanlegri ákvörðun um það hvort tiltekinn læknanemi fær starfið. Ákvörðunarvaldið um ráðninguna, ábyrgðin á því að ráðningin sé lögmæt og að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir í málinu um hæfni viðkomandi læknanema, hvílir hjá viðkomandi stofnun. Þetta vald og þessa ábyrgð má heilbrigðisstofnunin ekki fela frjálsum félagasamtökum læknanema nema hafa til þess skýra lagaheimild. Sé fylgt að fullu þeirri reglu sem tilgreind er í grein 8.1.1 reglugerð Félags læknanema að stöðuveitingar á vegum félagsins séu bindandi virðast þær heilbrigðisstofnanir sem ráða til sín læknanema í gegnum það kerfi sem reglugerðin lýsir ekki fullnægja skyldum sínum að þessu leyti. Ekki kemur fram í reglugerðinni hversu mikið umrætt kerfi er notað af íslenskum heilbrigðisstofnunum við ráðningu læknanema í sumarafleysingar. Útbreiðsla kerfisins kann þó að mínu mati að skipta allnokkru máli. Sé umrætt kerfi í raun notað nær undantekningarlaust liggur jafnframt fyrir að íslenskir læknanemar eiga litla aðra möguleika en að gangast undir ákvæði ráðningarreglnanna, þar á meðal viðurlagaákvæði þeirra skv. 16. gr. og skyldu til að greiða sérstakt ráðningargjald skv. 5. gr. Sú almenna regla gildir um starfsemi stjórnvalda, þ.e. handhafa framkvæmdavaldsins, að til að þeim sé heimilt að íþyngja borgurunum með athöfnum sínum og ákvörðunum verða þau að hafa til þess gilda heimild frá löggjafarvaldinu í formi laga. Sérstaklega ríkar verða kröfurnar um skýrleika og tilvist lagaheimilda þegar um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.